„Sjóveiki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sjóveiki''' (eða '''sjósótt''') er eitt afbrigði [[ferðaveiki]] sem stafar af veltingi á [[Sjór|sjó]]. Henni fylgir [[Flökurleiki|flökurleikatilfinning]] og [[svimi]], og heldur í sumum tilfellum áfram þó í land sé komið. Margir kasta upp og liggja fyrir, en öðrum er aðeins ómótt og nefnist það '''launsótt''' þ.e. ef maður er með ógleði á sjó en getur ekki kastað upp.
 
Veltingur bátsins truflar þá tilhneigingu mannsins að reyna halda [[þyngdarpunktur|þyngdarpunktinum]] við fætur sér. Til að halda honum sem í landi nota flestir föst viðmið í kringum sig, en þegar báturinn og aðrar einingar hans (s.s. stýrishús, möstur, borðstokkur o.s.frv.) velta einnig til og frá verður erfiðara að stilla þyngdarpunkt líkamans. Um leið verða hreyfingar [[Líkami|líkamans]] til þess að [[magi]]nn þrýstist upp að [[þind]]inni.