Munur á milli breytinga „Karl hertogi“

ekkert breytingarágrip
m (robot Bæti við: lt:Karolis IX)
[[Mynd:Charles_IX_of_Sweden.jpg|thumb|right|Karl hertogi á málverki eftir óþekktan listamann.]]
'''Karl hertogi''' eða '''Karl 9.''' ([[4. október]] [[1550]] – [[30. október]] [[1611]]) var [[konungur Svíþjóðar]] frá [[1604]] til dauðadags. Hann var yngsti sonur [[Gústaf Vasa|Gústafs Vasa]] og síðari eiginkonu hans [[Margareta Leijonhufvud]]. Hann fékk konungsveitingu fyrir hertogadæmi í [[SödermanlandSuðurmannaland]]i sem náði yfir héruðin [[Närke]] og [[VärmlandVermaland]] en fékk ekki yfirráð yfir þeim fyrr en eftir fall eldri hálfbróður síns [[Eiríkur 14.|Eiríks 14.]] árið [[1569]].
 
Hann leiddi uppreisnina gegn Eiríki [[1568]] en konungdæmið kom síðan í hlut eldri bróður hans [[Jóhann 3. Svíakonungur|Jóhanns 3.]] Við lát Jóhanns [[1592]] gekk ríkið til sonar hans [[Sigmundur 3.|Sigmundar Vasa]] en Karl kom því til leiðar að [[Kirkjuþingið í Uppsölum|kirkjuþing í Uppsölum]] kvæði á um að konungur Svíþjóðar skyldi styðja [[mótmælendatrú]] í landinu. Sigmundur lofaði að gera það og var krýndur konungur [[1594]] en við það gengu [[Svíþjóð]] og [[Pólsk-litháíska samveldið]] í [[konungssamband]]. Í reynd var þó hollusta meirihluta Svía meiri við Karl sem markvisst gróf undan valdi Sigmundar. Þessari togstreitu lyktaði með því að [[sænska stéttaþingið]] steypti Sigmundi formlega af stóli [[1599]]. [[24. febrúar]] [[1600]] var tilkynnt að Sigmundur léti eftir kröfu sína til sænsku krúnunnar og Karl hertogi varð hæstráðandi í Svíþjóð.
Óskráður notandi