„Gunnlaugur ormstunga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haukurth (spjall | framlög)
m ljóð, kvæði
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Gunnlaugur ormstunga''' (u.þ.b. [[983]] — u.þ.b. [[1008]]) var [[Íslensk skáld|íslenskt skáld]]. Gunnlaugur er ein af aðalpersónunum í ''[[Gunnlaugs saga|Gunnlaugs sögu ormstungu]],'' sem tekur nafn sitt eftir honum, en í henni eru mörg kvæða hans. Í sögunni er honum lýst svo:
 
:"[H]ann var snemmendis bráðger, mikill og sterkur, ljósjarpur á hár og fór allvel, svarteygur og nokkuð nefljótur og skapfelligur í andliti, miðmjór og herðimikill, kominn á sig manna best, hávaðamaður mikill í öllu skaplyndi og framgjarn snemmendis og við allt óvæginn og harður og skáld mikið og heldur níðskár[.]"
 
Gunnlaugur trúlofaðist Helgu hinni fögru sem var af ætt [[Egill Skallagrímsson|Egils Skallagrímssonar]]. Hann hélt síðan í þriggja ára utanlandsferð eins og hefðbundið var og fyrst til Noregs. Þar gekk hann á fund [[Eiríkur jarl|Eiríks jarls Hákonarsonar]] og átti við hann orðaskipti.
 
:Jarl mælti: "Hvað„Hvað er fæti þínum Íslendingur?"
:
:"Sullur„Sullur er á herra," sagði hann.
:
:"Og„Og gekkst þú þó ekki haltur?"
:
:Gunnlaugur svarar: "Eigi„Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir."
 
Gunnlaugur móðgaði síðan jarlinn með því að rifja upp snautlegan dauðdaga föður hans, [[Hákon jarl|Hákonar]], og varð að hverfa frá Noregi. Þá hélt hann á fund Aðalráðs Englandskonungs og síðan [[Ólafur sænski|Ólafs sænska]]. Þar hitti hann Hrafn Önundarson skáld sem varð hans helsti keppinautur. Þeir ortu báðir kvæði um Ólaf og bað konungur hvorn að meta kvæði hins.
 
:"Hrafn„Hrafn," sagði hann, "hversu„hversu er kvæðið ort?"
:
:"Vel„Vel herra," sagði hann. "Það„Það er stórort kvæði og ófagurt og nakkvað stirðkveðið sem Gunnlaugur er sjálfur í skaplyndi."
 
Gunnlaugur ílengdist í útlöndum þar sem hann flutti ýmsum höfðingjum lofkvæði. Á meðan hélt Hrafn til Íslands og bað Helgu hinnar fögru. Þar sem Gunnlaugur hafði ekki snúið heim á tilsettum tíma var trúlofun hans við Helgu slitið og Hrafn fékk hennar. Sama ár og brúðkaup þeirra var gert kom Gunnlaugur aftur til Íslands og skoraði Hrafn á hólm. Þeir háðu einvígi á Alþingi en hvorugur hafði sigur og í framhaldinu voru hólmgöngur bannaðar á Íslandi. Gunnlaugur og Hrafn gengu þó aftur á hólm erlendis nokkrum árum síðar og féllu báðir.
 
== Heimildir og tenglar ==
 
* Finnur Jónsson (1923). ''Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie''. København.
* [http://www.snerpa.is/net/isl/gunnl.htm Gunnlaugs saga ormstungu]
Lína 28 ⟶ 27:
 
[[Flokkur:Íslensk skáld]]
[[Flokkur:Persónur í ÍslendingasögumÍslendingasagna]]
 
[[da:Gunnlaugr ormstunga]]