„G.E.M. Anscombe“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Lína 18:
 
== Æviágrip ==
Gertrude Elizabeth Margaret Anscombe [[fæðing|fæddist]] [[hjón]]unum [[Gertrude Elizabeth Anscombe]] og [[Alan Wells Anscombe]] [[18. mars]] [[1919]], í [[Limerick]] á [[Írland|Írlandi]] (þar sem faðir hennar hafði starfað í [[her]]num). Hún brautskráðist frá [[Sydenham High School]] árið [[1937]] og hélt þaðan í háskólanám í „Mods & Greats“, þ.e. í [[fornfræði]], fornaldarsögu og [[heimspeki]]) við [[St Hugh's College, Oxford|St Hugh's College]] í [[University of Oxford]]. Þaðan brautskráðist hún árið [[1941]]. Á fyrsta ári sínu í háskólanum játaðist hún [[Kaþólikkar|rómversk kaþólksri trú]] og var æ síðan dyggur kaþólikki. Hún giftist [[Peter Geach]], sem einnig hafði játast kaþólskri trú, hafði einnig verið nemandi Wittgensteins og varð þekktur breskur heimspekingur. Þau eignuðust þrjá syni og fjórar dætur.
 
Þegar Anscombe hafði útskrifast frá Oxford hlaut hún rannsóknarstyrk til námsvistar við [[Newnham College, Cambridge]] frá [[1942]] til [[1945]]. Við Cambridge hóf hún að sækja fyrirlestra [[Ludwig Wittgenstein|Ludwigs Wittgenstein]]. Hún varð áhugasamur nemandi, og fannst "læknandi"„læknandi“ aðferðiaðferðir Wittgensteins hjálpaðihjálpa henni að losna undan heimspekilegum flækjum á þann hátt sem þjálfun hennar í hefðbundinni heimspeki gat ekki gert.
 
Að lokinni námsvist hennar í Cambridge hlaut hún rannsóknarstyrk til veru í [[Sommerville College, Oxford]], en hún hélt áfram að ferðast til Cambridge einu sinni í viku allt skólaárið [[1946]]-[[1947]], ásamt samnemanda sínum [[W. A. Hijab]], til þess að geta sótt kennslustundir hjá Wittgenstein um [[trúarheimspeki]]. Hún varð einn af eftirlætisnemendum Wittgensteins og einn af hans nánustu vinum (Monk [1990] 497-498). Anscombe heimsótti Wittgenstein oft eftir að hann yfirgaf Cambridge árið [[1947]], og ferðaðist til Cambridge í apríl árið [[1951]] til að heimsækja hann á dánarbeðinu. Wittgenstein útnefndi hana, auk [[Rush Rhees]] og [[Georg Henrik von Wright]], sem umsjónarmenn ritverka sinna, og eftir að hann lést árið [[1951]] bar hún ábyrgð á ritstjórn, þýðingum, og útgáfu margra handrita og minnisbóka Wittgensteins.