„Merking“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Merking''' er það sem tengir merkingarbera við það sem hann á við um eða tjáir. Merking er viðfangsefni bæði [[Málvísindi|málvísinda]], [[merkingarfræði]] og [[málspeki]] eða [[heimspeki tungumáls]].
 
== Merkingarberi ==
Merkingarberi er sú eining sem er merkingarbær, það er að segja það sem getur haft merkingu. Oftast eru [[orð]] talin merkingarbær en í [[Málvísindi|málvísindum]] er gjarnan litið á orðshluta sem merkingarbærar einingar og er þá minnsta merkingarbæra einingin nefnd [[morfem]] (myndan). Í [[málspeki]] er á hinn bóginn stundum litið svo á að einungis setningar sem tjá heildstæða hugsun séu merkingarbærar og að orð séu ekki merkingarbær nema þegar þau eru notuð.
 
== Skilningur og tilvísun ==