„Cíceró“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sauðkindin (spjall | framlög)
m robot Bæti við: en
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
 
===Útlegðin===
Árið 58 f.Kr., tókst [[Publius Clodíus Pulcher]] sem verið hafði svarinn óvinur Cícerós síðan Cíceró bar vitni gegn honum í ''[[''Bona dea'' hneykslið|''Bona dea]]'' hneykslinu]], að láta setja lög um að hver sá sem hefði látið taka af lífi rómverskan borgara án dóms og laga fengi hvorki vatn né eld í Róm, m.ö.o. yrði útlægur. Lögin voru afturvirk og giltu því einnig um Cíceró. Cíceró fór í útlegð til [[Makedónía|Makedóníu]]. Hann varð mjög þunglyndur í útlegðinni og íhugaði að svipta sig lífi. Eftir um það bil ár sneri Cíceró aftur til Rómar en þá höfðu vinir hans í Róm fengið öldungaráðið til að kalla Cíceró aftur heim. Á móti honum tók fjöldi fagnandi Rómverja.
 
Árið 50 f.Kr. magnaðist spennan milli [[Pompeius|Pompeiusar]] og [[Caesar|Júlíusar Caesar]]. Cíceró studdi Pompeius en reyndi að forðast það að styggja Caesar um of. Þegar Caesar hélt með her sinn inn í Ítalíu árið 49 f.Kr. flúði Cíceró Róm. Caesar reyndi án árangurs að sannfæra hann um að snúa aftur. Í júní sama ár yfirgaf Cíceró Ítalíu. Árið 48 f.Kr. var Cíceró meðal stuðningsmanna Pompeiusar við [[Farsalos]]. Eftir ósigur Pompeiusar í orrustunni við Farsalos náðaði Caesar Cíceró.