„Porsche“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 130.208.234.140 (spjall), breytt til síðustu útgáfu TXiKiBoT
Lína 89:
[[ur:پورشے]]
[[zh:保時捷]]
 
 
 
Ferdinand Porsche (f. 1875), var einn af helstu frumkvöðlunum í bílahönnun. Fyrsti bíllinn sem hann hannaði var Lohner-Porsche sem knúin var með rafmótorum sem voru innbyggðir í hjólnafir. Sá bíll var sýndur á heimssýningunni í París árið 1900. Ferdinand Porsche var alla tíð langt á undan sinni samtíð og er VW-bjallan án efa órækasta vitni um það, hönnuð af Porsche og fyrst sýnd 1933, fyrst framleidd 1938 og framleidd í Mexikó þar til fyrir nokkrum árum.
 
Porsche varð snemma eftirsóttur sem tæknilegur ráðgjafi og hönnuður. Hann var yfirmaður tæknideildar og stjórnarmaður hjá Daimler, þróaði m.a. sportbílana Mercedes SS og SSK. Þegar Daimler sameinaðist Benz ákvað hann að fara sínar eigin leiðir og stofnaði 1931 fyrirtækið sem nú nefnist Dr. Ing. H.c.F. Porsche GmbH. Fyrsta bílinn framleiddi það 1948, en það var tveggja sæta 356 Roadster. Bíllinn varð strax eftirsóttur og voru 25 þúsund eintök framleidd fyrstu 10 árin. Enn þann dag í dag er keppt á Porsche 356 Roadster. Á fyrri hluta 20. aldar lætur nærri að Ferdinand Porsche hafi, á einn eða annan hátt, átt þátt í öllum þeim evrópskum bílum sem sem sköruðu fram úr. Þáttur hans í hergagnaframleiðslu, sérstaklega á árum fyrri heimstyrjaldarinnar, er einnig umtalsverður.
 
Árið 1947 hafði sonur Ferdinand (alnafni en kallaður Ferry til aðgreiningar frá þeim eldri) gengið til liðs við fyrirtækið. Ferry Porsche hannaði fyrsta Porsche Grand Prix keppnisbílinn sem sýndur var það ár en um það leiti fluttist fyrirtækið til Stuttgart þar sem það hefur verið til húsa upp frá því (Zuffenhausen er útborg Stutgart). 1951 lést Ferdinand Porsche 75 ára að aldri, sama ár og Porsche vann í fyrsta sinn Le Mans kappaksturinn.
 
Á 25 ára afmæli Porsche 1956 hafði fyrirtækið unnið 400 sinnum kappakstur á 5 árum og hannað jafnframt fjölda bíla fyrir aðra framleiðendur. Á meðal þeirra var 385 ha Cisitalia kappakstursbíll sem náði 300 km hraða á klst.
 
Á árinu 1961 hófst hönnun og þróunarvinna við 6 strokka flata loftkælda vél, boxara en hún var undanfari Porsche 911 sem sýndur var í fyrsta sinn á árlegu bílasýningunni í Frankfurt og fyrst framleiddur á árinu 1963. Þrátt fyrir ýmsar breytingar, bæði stórar og smáar, er grunnhönnun 911 í stórum dráttum sú sama þó eini hluturinn sem enn er algjörlega óbreyttur er Porsche-skjöldurinn á húddinu. Þannig heldur 911 enn í dag stöðu sinni sem hreinræktaður sportbíll í hæsta gæðaflokki.
 
Í millitíðinni komu fram aðrir Porsche sportbílar svo sem 914 (1969), 928 (1977), 924, 944 og 959 sem varð fyrstur sportbíla til að vinna París-Dakar-rallið (1985) auk ýmissa kappakstursbíla svo sem 917 sem vann flestar keppnir. Árið 1969 vann Porsche heimsmeistarakeppni framleiðenda í kappakstri og vann sama ár Monte Carlo rallið annað árið í röð.
 
Porsche 928 mun hafa átt að taka við hlutverki 911 á sínum tíma enda frábær hönnun sem enn stendur fyrir sínu. Það er til marks um hönnun 928 að hann var útnefndur bíll ársins í Evrópu 1977 og er eini sportbíllinn sem fengið hefur þá viðurkenningu.
 
Málin æxluðust þannig að 911 var þróaður áfram og er nú einn af eftirsóttustu sportbílunum á markaðnum. Endurnýjun lífdaga 911 hófst árið 1988 með 911 Carrera 4 (gerðarnúmer 993). Ári seinna er Tiptronic skiptingin boðin í fyrsta sinn en með henni má velja á milli beinskiptingar, hálfsjálfskiptingar eða sjálfskiptingar. Sama ár kemur 911 Carrera 2 til sögunnar.
 
Porsche Boxster sá fyrst dagsins ljós sem hugmyndabíll á bílasýningunni í Frankfurt árið 1993 en framleiðsla hans hófst 1996.
 
Mikilvæg tímamót urðu 1997 þegar 911 kemur á markaðinn með vatnskælda vél (gerðarnúmer 996) en vatnskælingin hljóðeinangrar jafnframt vélina. Vélin er 6 sílindra með láréttum mótstæðum stimplum. Stór kostur við þessa vélargerð í sportbíl er að þyngdarpunktur hennar liggur mun lægra en í vél með lóðrétum stimplum. Þannig verður stöðugleiki bílsins meiri. Veggripið verður og með besta móti þar sem vélin er aftur í bílnum og liggur ofan á afturöxlinum. Hvort tveggja skýrir öryggið sem er eitt af aðalsmerkjum Porsche.f
 
 
Tekið af :http://www.porsche.is/default.asp?page=about&act=201