„Suðurlandsskjálfti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Suðurlandsskjálfti''' er [[jarðskjálfti]] á [[Suðurland]]i sem stafar af sniðgengishreyfingu á þröngu belti sem liggur frá [[Ölfus]]i austur að [[Vatnafjöll]]um. Við hreyfinguna bjagast jarðskorpan og spenna hleðst upp. Annað veifið losnar þessi uppsafnaða spenna úr læðingi í jarðskjálfta.
 
Nýlegasti [[Jarðskjálftinn 29. maí 2008|Suðurlandsskjálftinn átti sér stað þann 29. maí árið 2008]] en áður höfðu riðið yfir skjálftar þann [[17. júní|17.]] og [[21. júní]] árið [[2000]] sem mældust 6.,5 og 6.,6 á [[Richter]]. Árið 1912 reið yfir Suðurland jarðskjálfti sem var 7.,0 á Richter og árið 1896 urðu 5 skjálftar, 6,5-6,9 stig, á svæðinu frá [[Landssveit]] vestur í [[Ölfus]].
 
== Suðurlandsskjálfti 29. maí 2008 ==
 
Þann [[29. maí]] [[2008]] reið skjálftahrina yfir [[Suðurland]], en upptök hans voru undir [[Ingólfsfjall]]i. Sterkasti skjálftinn átti sér stað kl. 15:45 og mældist hann 6.3 á Richter. Skjálftinn fannst á [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðinu]] og alla leið til [[Ísafjörður|Ísafjarðar]]. <ref> {{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/afar_oflugur_jardskjalfti/ | titill = Afar öflugur jarðskjálfti |mánuðurskoðað = 29. maí | árskoðað= 2008 }} </ref>.[[ Almannavarnir]] lýstu yfir hæsta viðbúnaðarstigi í [[Selfoss|Selfossi]], [[Hveragerði]] og nágrenni vegna hugsanlegra eftirskjálfta<ref> {{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/haesta_vidbunadarstig_a_sudurlandi/ | titill = Hæsta viðbúnaðarstig á Suðurlandi |mánuðurskoðað = 29. maí | árskoðað= 2008 }} </ref>.
 
'''Skemmdir og slys á fólki'''
 
Þjóðvegur eitt fór í sundur við [[Ingólfsfjall]] og skemmdir urðu á [[Óseyrabrú]] sem var lokað tímabundið á meðan skemmdir voru metnar <ref> {{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/oseyrarbru_skemmdist_i_skjalftanum/ | titill = Óseyrarbrú skemmdist í skjálftanum |mánuðurskoðað = 29. maí | árskoðað= 2008 }} </ref>
<ref> {{vefheimild | url= http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand | titill = Tilkynningar um færð og ástand |mánuðurskoðað = 29. maí | árskoðað= 2008 }} </ref>.
Ekki er vitað um nein stórslys á fólki en allmargir urðu fyrir smávægilegum meiðslum þegar skjálftinn reið yfir. Töluvert var um skemmdir innandyra þegar húsgögn og aðrir lausamunir köstuðust til og frá í jarðskjálftanum <ref> {{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/vida_skemmdir_i_hveragerdi_thorlakshofn_og_a_selfos/ | titill = Vörur hrundu úr hillum í verslun Bónus á Selfossi. |mánuðurskoðað = 29. maí | árskoðað= 2008 }} </ref>. Útihús hrundu á nokkrum bæjum. Á bænum Krossi í [[Ölfus|Ölfusi]] hrundi útihúsið með þeim máta að fé varð undir og þurfti að lóga nokkrum ám og lömbum <ref> {{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/utihus_hrundu_a_nokkrum_baejum/ | titill = Útihús hrundu á nokkrum bæjum |mánuðurskoðað = 29. maí | árskoðað= 2008 }} </ref>. Vistfólk á dvalarheimilum aldraðra á Hveragerði og Selfossi sem og sjúklingar á [[Sjúkrahúsið á Selfossi|Sjúkrahúsinu á Selfossi]] voru flutt út undir bert loft og starfsfólk og fangar á [[Litla Hraun|Litla Hrauni]] eyddu deginum úti í garði fangelsins <ref> {{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/all_margir_hafa_hlotid_smavaegileg_meidsl/ | titill = All margir hafa hlotið smávægileg meiðsl |mánuðurskoðað = 29. maí | árskoðað= 2008 }} </ref>
<ref> {{vefheimild | url= http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/29/fangar_a_litla_hrauni_uti_i_gardi/ | titill = Fangar á Litla-Hrauni úti í garði |mánuðurskoðað = 29. maí | árskoðað= 2008 }} </ref>.
 
== Heimildir ==