„Elsa G. Vilmundardóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
m
m
Lína 1:
'''Elsa G. Vilmundardóttir''' (f. nóvember [[1932]], d. [[29. apríl]] [[2008]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[jarðfræði]]ngur.
 
Elsa stundaði nám við Stokkhólmsháskóla árin [[1958]]-[[1963]] og var fyrst íslenskra kvenna til að ljúka háskólanámi í jarðfræði og því fyrsti kvenjarðfræðingur landsins. Á námsárum sínum vann hún á sumrin við ýmis jarðfræðistörf á vegum [[Raforkumálaskrifstofan|Raforkumálaskrifstofunnar]], mest þó að jarðfræðirannsóknum við fyrirhugaða [[Búrfellsvirkjun]]. Áhugi hennar beindist fljótt að jarðfræði [[TungnaáröræfiTungnáröræfi|TungnaáröræfaTungnáröræfa]], hinum miklu og stórdílóttu hraunum sem þar þöktu landið, að móberginu og að hinum stóru gjóskugígunum. Jarðfræði Tungnáröræfa varð verkefni hennar til lokaprófs.
 
Þegar hún kom heim frá námi árið 1963 hóf hún fljótlega aftur störf hjá Raforkumálaskrifstofunni, síðan hjá [[Orkustofnun]], þegar hún varð til árið [[1967]].
 
Árið [[1977]] birtist þekktasta rannsóknarskýrsla Elsu [[TungnaárhraunTungnárhraun]] sem var mikið tímamótaverk og er enn hin merkasta heimild um þessi hraun. Árið 1980 var gerður samningur milli Orkustofnunar og [[Landsvirkjun]]ar um samræmda jarðfræðikortlagningu á vatnasviði Þjórsár ofan Búrfells og var Elsa umsjónarmaður þess verks. Kortin komu út á árabilinu 1983-1999 og hafa síðan verið grundvöllur allra jarðfræðirannsókna á þessu svæði.
Á þessum árum var lagður grunnur að því mikla verki sem Elsa vann enn að er hún lést, þ.e. kortlagningu móbergs í eystra gosbeltinu.
Elsa stundaði rannsóknir víðar svo sem að kortlagningu móbergs og hlýskeiðshrauna norðan Vatnajökuls, á fornu lónseti að [[Fjallabak]]i og [[gjóskuflóð]]um samfara forsögulegum [[Heklugos]]um. Hún skrifaði einnig um vísindarannsóknir og og rannsóknarferðir dr. [[Helgi Péturss|Helga Péturss]]. Lengst munu jarðfræðikortin líklega halda minningu hennar á lofti innan fræðanna.
Lína 12:
 
Á námsárunum giftist Elsa eftirlifandi eiginmanni sínum [[Pálmi Lárusson|Pálma Lárussyni]] verkfræðingi sem vann hjá Almennu verkfræðistofunni. Þau Pálmi eignuðust tvö börn, Vilmund og Guðrúnu Láru.
 
 
== Heimildir ==
Elsa G. Vilmundardóttir 1981: Ég er jarðfræðingur. Í: Sextán konur, Gísli Kristjánsson bjó til prentunar. Skuggsjá, Hafnarfjörður 1981.
 
[[Flokkur: Íslenskir jarðfræðingar]]