„Djúpivogur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Olafurbj (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Djupivogur.jpg|right|thumb|Frá Djúpavogi]]
'''Djúpivogur''' er þorp í [[Djúpavogshreppur|Djúpavogshreppi]] sem stendur á [[Búlandsnes|Búlandsnesi]], milli [[Berufjörður|Berufjarðar]] og [[Hamarsfjörður|Hamarsfjarðar]]. Þar búa 354 manns ([[1. desember]] [[2007]]).
 
Hinn formfagri [[Búlandstindur]] er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. Safna- og menningarhúsið [[Langabúð]], byggt árið [[1790]], setur einnig mikinn svip á bæjarmynd Djúpavogs, í Löngubúð er meðal annars safn [[Ríkarður Jónsson|Ríkarðs Jónssonar]] myndhöggvara.
 
 
== Saga ==
=== Verslun ===
Saga Djúpavogs samtvinnast mjög verslunarsögunni. Þar hefur verið rekin verslun í yfir 400 ár. Búlandsness er getið þegar í [[Landnámsbók]], en elsti [[verslunarstaður]] þar um slóðir var í [[Gautavík]] við Berufjörð norðanverðan. Eru í Gautavík sýnilegar minjar um verslunarstaðinn þar. Frá Gautavík er verslunin svo flutt yfir fjörðinn, og þá fyrst til [[Fýluvogs]] (Fúluvíkur). Voru það kaupmenn frá [[Bremen|Bremen]] eða Brimarkaupmenn. Þaðan fluttist verslun síðan yfir á Djúpavog. Fengu [[Hamborg]]arkaupmenn einkaleyfi til verslunar hér með sérstöku verslunarleyfi Friðriks 2., hinn [[20. júní]] [[1589]]. Má sá dagur teljast stofndagur verslunar á Djúpavogi. Á [[einokunartími|einokunartímanum]] náði verslunarsvæði Djúpavogs milli [[Gvendarness]] og [[Skeiðarár]], yfir 10 sveitir.
[[Sjávarútvegur]] hefur lengi verið stundaður frá Djúpavogi. [[Hákarlaskútur]] voru gerðar þaðan út á [[19. öld]] og síðar [[þilskip]] til [[þorskur|þorskveiða]]. Frá þeim tíma var Djúpivogur ein helsta útgerðarstöð á [[Austurland|Austurlandi]] en fór heldur hnignandi er leið fram á [[20. öld|20. öldina]]. Á síðari árum hefur staðurinn tekið að vaxa á ný.
 
Fljótlega eftir að [[landnám]] hófst á [[Ísland]]i munu norræn skip hafa komið af hafi til Berufjarðar til þess meðal annars að eiga viðskipti við fólk sem hafði tekið sér bólfestu um sunnanverða [[Austfirðir|Austfirði]]. Í fornum sögum er sagt frá verslunarstaðnum [[Gautavík]] við innanverðan Berufjörð. Þar versluðu [[Þjóðverjar]] á tímum [[Hansakaupmenn|Hansakaupmanna]] þar til þeir fluttu bækistöð sína suður yfir fjörðinn til [[Fýluvík]]ur (Fúluvíkur) upp úr [[1500]]. Rústir í Gautavík eru friðaðar og hefur hluti þeirra verið kannaður með fornleifauppgreftri.
Hinn formfagri [[Búlandstindur]] er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. Safna- og menningarhúsið [[Langabúð]], byggt árið [[1790]], setur einnig mikinn svip á bæjarmynd Djúpavogs, í Löngubúð er meðal annars safn [[Ríkarður Jónsson|Ríkarðs Jónssonar]] myndhöggvara.
 
Verslunin í Fýluvík var í höndum kaupmanna frá [[Bremen]] og starfaði í um 80 ár. Brimarar kölluðu staðinn Ostfiordt in Ostfiordt-süssel. Höfnin þar er nú lokuð vegna sandburðar og ekki sést lengur til verslunarhúsa. Kaupmenn í [[Hamborg]] fengu verslunarleyfi á Djúpavogi þann [[20. júní]] árið [[1589]], með leyfisbréfi gefnu út af [[Friðriki II]] Danakonungi, og til þess tíma er rakið upphaf búsetu þar.
 
[[Einokun]] komst á [[1602]] þegar [[Kristján IV]] konungur Dana veitti borgurum í [[Kaupmannahöfn]], [[Málmey]] og [[Helsingjaeyri]] einkarétt til verslunar á Íslandi. [[Austurland]]i var skipt niður í þrjú verslunarumdæmi. Kaupstaðir voru á [[Vopnafjörður|Vopnafirði]], í [[Reyðarfjörður|Reyðarfirði]] og á Djúpavogi, en þar var jafnframt eina verslunarhöfnin á öllu suðausturhorni landsins. Einokun var aflétt [[1787]] og öllum dönskum þegnum varð heimilt að stunda verslun við [[Íslendingar|Íslendinga]]. Seinna var verslun gefin frjáls hverjum sem stunda vildi.
 
Verslunarfélagið [[Örum & Wulff]] sá um Djúpavogsverslun frá [[1818]] allt til [[1920]]. Fyrirtækið hafði aðsetur í [[Danmörk]]u og á þess vegum komu verslunarstjórar til Djúpavogs til að hafa umsjón með kaupskapnum. Árið [[1920]] var [[Kaupfélag Berufjarðar]] stofnað og keypti það eignir dönsku kaupmannanna. Þeirra á meðal voru verslunarhúsin sem enn standa við höfnina.
[[Langabúð]] er til vitnis um verslunarsögu sem hófst við landnám.
 
=== Útgerð ===
 
Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar hefur fólk við Berufjörð vafalaust dregið fisk úr sjó á sama hátt og lýst er í [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]], og lifað af því sem land og sjór gaf. Frá miðöldum íslenskrar byggðar eru til sagnir um erlenda fiskimenn við Berufjörð, [[danskur|danska]], [[hollenskur|hollenska]] og e.t.v. frá fleiri þjóðum. Á síðari hluta [[19. öld|19. aldar]] var blómleg útgerð frá Djúpavogi. Þaðan sigldu til veiða all stór [[þilskip]] ([[skútu]]r) og veiddu [[hákarl]], [[þorskur|þorsk]] o.fl. Laust fyrir aldamót [[1900]] lagðist þessi útgerð niður og um skeið voru fiskiveiðar mest stundaðar á [[árabátur|árabátum]] á grunnmiðum. Árið [[1905]] er talið að fyrsti [[vélbátur]]inn hafi komið til Djúpavogs og næstu árin komu svo fleiri litlir vélbátar, mest svokallaðar [[trillur]].
 
Á árunum 1920-30 voru bátar frá [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]], [[Neskaupstaður|Norðfirði]] og [[Eskifjörður|Eskifirði]] gerðir út frá Djúpavogi. Upp úr [[1940]] eru keyptir stærri bátar til Djúpavogs, m.a. Papey o.fl. og um [[1950]] er keyptur 100 tonna bátur, Víðir frá [[Akranes]]i, síðar nefndur [[Mánatindur]]. Með komu hans var fiskur sóttur lengra og landað með nokkrra daga millibili, (útilegubátur). Um og upp úr [[1960]] bætast fleiri stór og góð skip við flotann og voru þá stundaðar [[togveiðar]], [[netaveiðar]] og [[síldveiðar]] með [[hringnót]]. Árið [[1981]] er [[skuttogari]]nn [[Sunnutindur]] keyptur frá [[Noregur|Noregi]], einnig önnur [[togskip]] og [[nótaskip]] um svipað leyti. Á árunum [[1970]]-[[1980|80]] var talsverð [[rækjuveiði]] í Berufirði. Handfæra- línu- og netaveiðar stundaðar á minni bátum í áratugi og síðustu árin mest á hraðskreiðum vélbátum (hraðfiskibátum).
 
== Afþreying ==