„Gottskálk Keniksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
Gottskálk hafði veitingu [[Áslákur bolt|Ásláks bolts]] erkibiskups fyrir Hólastað, en þá höfðu [[páfabiskupar]] setið þar í tæpa öld. Gottskálk mun ekki hafa komið til Íslands fyrr en 1444.
Hann fékk umboð erkibiskups yfir [[Skálholt]]sstól [[1449]] og veitingarvald yfir [[erkibiskupslén]]unum [[Oddi|Odda]], [[Hítardalur| Hítardal]], [[Breiðabólstaður í Vesturhópi | Breiðabólstað]] í Vesturhópi og [[Grenjaðarstaður | Grenjaðarstað]]. Um þetta leyti var [[Marcellus]] biskup í Skálholti, skipaður af páfa, og virðist erkibiskup ekki hafa viðurkennt páfaveitingu embættisins. Gottskálk hafði biskupsvald í Skálholti a.m.k. til 1453, og hafði á þeim árum eftirlit með kirkjum og kennimönnum um allt land.
 
Árið 1450 fór Gottskálk til [[Danmörk|Danmerkur]] og fékk leyfi konungs til að láta skip sitt vera í förum milli Íslands og [[Björgvin]]jar án þess að gjalda toll. Í þessari för mun hann hafa komið við sögu þegar [[Langaréttarbót]] var samin, en þar voru ákvæði til að tryggja áhrifavald Íslendinga í málefnum kirkjunnar. Gottskálk átti sæti í [[Ríkisráð Noregs|norska ríkisráðinu]] og gat þar haft áhrif á stjórn ríkisins.