„Rafhlaða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
 
==Algengar rafhlöðugerðir==
[[image:batteries.jpg|thumb|framed|"Ýmiss konar rafhlöður"]]
Frá sjónarhóli notandans má flokka rafhlöður í tvennt - '''[[endurhlaðanleg rafhlaða|endurhlaðanlegar]]''' og '''einnota'''. Báðar gerðir eru mikið notaðar.
 
Lína 43:
Elzta mynd endurhlaðanlegrar rafhlöðu sem enn er í notkun er blauta sellan, [[blýsýrurafhlaða]]n. Sú rafhlaða er sérstök fyrir það að í henni er vökvi í óþéttum umbúðum, sem þýðir að halda verður rafhlöðunni uppréttri og loftræsta vel svo sprengifimu lofttegundirnar [[súrefni]] og [[vetni]] sem rafhlöðurnar gefa frá sér þegar þær ofhlaðast, safnist ekki fyrir. [[Blýsýrurafhlaða]]n er einnig mjög þung miðað við þá raforku sem hún geymir. Þrátt fyrir það gera lágur framleiðslukostnaður og hár [[hnykkstraumur]] að verkum að hún er mikið notuð þar sem þyngd og auðveld meðhöndlun skipta ekki mestu.
 
Algeng gerð blýsýrurafhlöðu er nútíma [[bifreið|bíla]] -rafgeymirinn. Hann getur gefið u.þ.b. 10.000 [[Watt|Watta]] afl við 12 V nafnspennu (þó raunveruleg opinnar-rásar spennan sé nær 13,7 V) og hámarksstraum upp á 450-1100 [[amper]]. Rafvaki rafgeymisins er [[brennisteinssýra]] sem getur valdið alvarlegu líkamstjóni ef hún slettist á húð eða í augu.
 
Dýrari gerð blýsýrurafgeymis kallast '''hlauprafhlaða''' (eða "hlaupsella"). Í henni er rafvakinn úr hálfföstu efni til að hindra leka. Meðal annarra meðbærra endurhlaðanlegra rafhlaðna má nefna nokkrar "þurrsellu"-gerðir, sem eru einangraðar einingar og því gagnlegar í tækjum á borð við [[farsími|farsíma]] og [[fartölva|fartölvur]]. Sellur af þessari gerð (í röð vaxandi aflþéttleika og verðs) eru m.a. nikkel-kadmín (nicad eða ([[NiCd]]), nikkel-málm-hýdríð ([[NiMH]]) og [[liþín-jóna-rafhlaða|liþín-jóna]] ([[Li-Jón]]) sellur.
 
==Algengar rafhlöðustærðir==