„Bobby Fischer“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Idioma-bot (spjall | framlög)
Thvj (spjall | framlög)
íslendingur=handhafi ísl. ríkisborgararéttar?
Lína 1:
'''Robert James Fischer''' (fæddur í [[Chicago]] [[9. mars]] [[1943]] – dáinn í [[Reykjavík]] [[17. janúar]] [[2008]]), best þekktur sem '''Bobby Fischer''', var [[BNA|bandarískur]] og síðar [[Ísland|íslenskur]] [[stórmeistari]] í [[skák]] og fyrrverandi [[Heimsmeistarar í skák|heimsmeistari í skák]] undir merkjum [[FIDE]], sem síðar hlaut [[Ísland|íslenskan]] ríkisborgararétt. Hann gjörsigraði FIDE heimsmeistarann [[Boris Spasskíj]] í [[Einvígi aldarinnar]] í [[Reykjavík]] [[1. september]] [[1972]] og varð þar með annar Bandaríkjamaðurinn til að vera krýndur heimsmeistari í skák og sá eini þeirra sem hlaut titilinn undir merkjum [[FIDE]]. Heimsmeistaratitillinn rann honum úr greipum [[3. apríl]] [[1975]], þegar hann neitaði að verja titilinn gegn áskorandanum [[Anatolíj Karpov]].
 
Bobby Fisher var þekktur sem einn iðnasti og hæfileikaríkasti [[listi yfir skákmenn|skákmaður]] sögunnar, en einnig fyrir óútreiknanlega [[hegðun]] sína og öfgafullar [[stjórnmál]]askoðanir, litaðar af [[gyðingahatur|gyðingahatri]] og fyrirlitningu á Bandaríkjunum. Þrátt fyrir langa fjarveru frá skákkeppnum var hann enn meðal þekktustu skákmanna veraldar. (Fischer var þó sjálfur [[gyðingur]] enda báðir foreldrar hans líklega af gyðingaættum.)