„Lénsskipulag“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Við fall [[Rómaveldi]]sins úthlutuðu [[Keisari|keisararnir]] landsvæðum til [[Aðall|aðalsmanna]] sem í staðinn hétu þeim stuðningi sínum. Þessi svæði voru kölluð höfuðból eða herragarðar og aðalsmaðurinn á höfuðbólinu átti landið og allt sem á því var, sem var yfirleitt [[kastali]], lítið [[þorp]] og [[ræktað land]]. Aðalsmennirnir tóku landið formlega að láni (''léni'') og var landssvæðið því kallað „lén“ og aðalsmaðurinn „lénsherra“.
 
[[Bóndi|Bændurnir]] fengu að búa á landinu og fengu vernd [[lénsherra]]ns í skiptum fyrir vinnu eða [[Skattur|skatta]]. Flestir bændur urðu þá ánauðugir bændur og máttu ekki flytja af landinu nema að kaupa sér frelsi (sbr. [[vistarband]]). Þessir ánauðugu bændur höfðu það litlu betra en [[þrælar]] '''[engin heimild gefinn fyrir þessari hlutdrægu alhæfingu]''', eini munurinn var sá að það mátti ekki selja þá á milli höfuðbóla.
Þeir þurftu oft að vinna 3-4 daga vikunnar fyrir lénsherra upp í leiguna og afganginn af vikunni unnu þeir við að rækta mat fyrir sig og fjölskyldu sína. Sumir bændur unnu eingöngu á akrinum en þeir þurftu þá að borga lénsherranum mikinn meirihluta þess sem þeir ræktuðu.