„Skortstaða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
VolkovBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: fa:فروش استقراضی
Magnusb (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Skortstaða''' (e. ''short position'') er aðferð sem menn nota í [[fjármál]]um til þess að [[hagnaður|hagnast]] á [[verðfall]]i [[verðbréf]]a eða annarra verðmæta t.d. [[gjaldmiðill|gjaldmiðla]] eða [[hrávörur|hrávara]], með því að fá þau lánuð til sölu með það að markmiði að kaupa aftur ódýrara seinna og skila til lánveitanda. Þeir aðilar sem taka þátt í skortstöðum með láni verðbréfa eru venjulega [[fjárfestir|langtímafjárfestar]] sem hafa trú á verðhækkun til langs tíma en eru ekki að eltast við skammtímasveiflur. Lánveitandi fær greiðslu frá lántaka fyrir lán verðbréfanna.
 
Þeir sem hafa tekið skortstöðu í einhverjum verðmætum er stundum sagðir hafa tekið ,,stöðu gegn" þeim, þ.e. hafi trú á lækkun þeirra.
 
== Dæmi ==
Jón er þess fullviss að verð [[hlutabréf]]a í Vogun vinnur hf. sé við það að falla. Hann snýr sér til Sigurðar sem á hlutabréf í félaginu og, fær 1000 hlutabréf að láni og greiðir Sigurði 50.000 krónur fyrir lánið. Jón selur strax bréfin sem á núverandi [[gengi]] eru að [[verðmæti]] 1.000.000.- [[króna]]. Hlutabréfin falla um 20% og Jón kaupir þessi 1000 bréf aftur en núna greiðir hann aðeins 800 krónur fyrir bréfið eða samtals 800.000.- Bréfunum skilar hann aftur til Sigurðar en mismuninum á sölu- og kaupverði, 200.000.- krónum heldur hann eftir. Hagnaður Jóns af viðskiptunum eru því 150.000 krónur.
 
== Alger skortstaða ==
Lína 18:
== Á Íslandi ==
Skortstöður eru ekki bannaðar á [[Ísland]]i, né þeim settar aðrar takmarkanir í lögum. Þrátt fyrir þetta er ekki vitað til þess að skortstöðum sé mikið beitt í íslensku [[fjármálalíf]]i. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að taka þátt í skortstöðum vegna þeirra ströngu fjárfestingaheimilda sem þeim er gert að starfa eftir. Flest íslensk fjármálafyrirtæki taka ekki þátt í skortstöðum viðskiptavina sinna vegna áhættu þeim samfara.
 
Í [[janúar]] 2008 tilkynnti [[Kauphöll Íslands]] að í undirbúningi væri að koma á fót lánamarkaði með verðbréf í því skyni að leiða saman aðila sem vilja lána verðbréf og þá sem vilja fá þau að láni.
 
4. [[desember]] 2007 ráðlagði [[Den Danske Bank]] [[viðskiptavinur|viðskiptavinum]] sínum að taka stöðu gegn krónunni, þ.e. að veðja á gengislækkun íslensku krónunnar.
Lína 24 ⟶ 26:
* [http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7007116.stm Umfjöllun á vef BBC News um Northern Rock] - Skoðað 12. nóvember 2007
* [http://www.vb.is/vb/?gluggi=frett&flokkur=1&id=37782 Danske Bank ráðleggur að taka stöðu gegn krónu] - Viðskiptablaðið á netinu, skoðað 5. desember 2007
* [http://www.visir.is/article/20080123/VIDSKIPTI/101230172 Lánamarkaður með hlutabréf í pípunum - Vísir.is] - skoðað 23.01.2008
 
[[Flokkur:Hagfræði]]