„Laugavegur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
== Hús við Laugaveginn ==
* '''Laugavegur 2''': Húsið var reist árið [[1886]] af [[Halldór Þórðarson (bókbindari)|Halldóri Þórðarsyni]] bókbindara og prentsmiðjustjóra. Byggingameistari var [[Guðmundur Jakobsson]] og var talið eitt af glæsilegustu húsum bæjarins. Húsið nefndi Halldór ''Maríuminni'' í höfuðið á eiginkonu sinni, Maríu Kristjánsdóttur.
* '''Laugavegur 4''': Þar sem Laugavegur 4 er núna, var áður [[torfbær]] sem nefndur var ''Snússa''. Býli þetta stóð á ofurlitlum hól og hét upphaflega ''Litlibær''. Lárus Hallgrímsson (bróðir Séra Sveinbjarnar) byggði það upp og var það þá kallað ''Lárushús'', en hlaut seinna nafnið Hólshús. En í daglegu tali var það kallað Snússa. Halldór bókbindari lét rífa það og byggði þar tvílyft timburhús.<ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=417991&pageSelected=3&lang=0 greinGrein í Lesbók Morgunblaðsins 1949]</ref> Á árunum [[1890]]-[[1915]] var [[Félagsprentsmiðjan]] til húsa að Laugavegi 4. Hún var í eigu Halldórs, en hann reisti og bjó í húsinu við hliðina, á horni Laugavegar og Skólavörðustígs, Laugaveg 2.
* '''Laugavegur 6''': Um [[1904]] var álnavöruverslun í jarðhæð hússins að Laugavegi 6. Þar var verslun Benedikts H. Sigmundssonar sem auglýsti ''flauel frá kr. 0,65, kjóla og svuntu-tau, sirz, hvít lérept, tvisttau, gólfteppi, smá og stór og m.fl. allt afaródýrt. Enn fremur handsápur, Chocolade, barnaleikföng o.fl., einnig með 15-20% afslætti''. Í auglýsingu í [[Þjóðólfur|Þjóðólfi]] sama ár stendur þetta: ''Frá 14. maí n.k. fæst mjög þægileg íbúð ásamt meðfylgjandi pakkhúsi og matjurtargarði á Laugavegi 6. Lysthafendur semji sem fyrst við [[Moritz W. Biering]]''. Moritz þessi var kaupmaður.