„Urðakirkja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tæmdi síðuna
Tek aftur breytingu 403376 frá 85.220.83.63 (Spjall)
Lína 1:
'''Urðir''' er bær og kirkjustaður í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]]. [[Urðasókn]] nær yfir allan innsta hluta dalsins. Bærinn heitir eftir [[berghlaup|berghlaupsurðum]] í hlíðinni fyrir ofan staðinn og setja þær mikinn svip á landslagið. Urðir er [[landnámsjörð]] og í Landnámu er getið um Þorvarð á Urðum. Hann er þó ekki nefndur í [[Svarfdæla saga|Svarfdælu]] enda fátt sagt frá [[Urðamenn|Urðamönnum]] í þeirri sögu. Kirkja hefur lengi verið á Urðum, [[annexía]] frá [[Tjörn (Svarfaðardalur)|Tjörn]]. Hennar er getið í [[Auðunnarmáldagi|Auðunnarmáldaga]] frá [[1318]]. Jörðin hefur lengst af verið í bændaeign og var höfðingjasetur fyrr á öldum. [[Þorsteinn Eyjólfsson hirðstjóri]] og lögmaður bjó á Urðum á seinnihluta 14. aldar og síðan [[Arnfinnur Þorsteinsson|Arnfinnur]] sonur hans, sem einnig var hirðstjóri. Urðir komu mjög við sögu í deilum [[Jón Sigmundsson lögmaður|Jóns Sigmundssonar]] lögmanns, sem þá hafði umráð yfir staðnum, og [[Gottskálk grimmi Nikulásson|Gottskálks biskups grimma]]. Þeim lauk með því að biskup sölsaði jörðina undir Hólastól um 1508. [[Guðbrandur Þorláksson|Guðbrandur biskup]], dóttursonur Jóns náði eignunum aftur undan stólnum og hafði umráð yfir staðnum meðan hann lifði og afkomundur hans síðan.
 
[[Urðakirkja]] var byggð [[1902]] en gamla kirkjan hafði fokið í [[Kirkjurokið|Kirkjurokinu]] haustið [[1900]] og brotnað í spón. Hún er turnlaus og í svipuðum byggingarstíl og hinar kirkjur dalsins, á Tjörn og [[Vellir í Svarfaðardal|Völlum]]. Í henni er altaristafla eftir [[Arngrímur Gíslason málari|Arngrím málara]] frá [[Gullbringa|Gullbringu]].
 
== Heimildir ==
* {{tímaritsgrein|höfundur=[[Hjörtur Eldjárn Þórarinsson]]|grein=Svarfaðardalur og gönguleiðir um fjöllin|titill=Árbók Ferðafélags Íslands|árgangur=|tölublað=|ár=1973|blaðsíðutal=9-119}}
* {{bókaheimild|höfundur=[[Stefán Aðalsteinsson ættfræðingur|Stefán Aðalsteinsson]]|titill=Svarfdælingar|útgefandi=Iðunn, Reykjavík|ár=1978}}
 
 
[[Flokkur:Íslenskir bæir|Flokkur:Kirkjustaðir í Eyjafjarðarsýslu]]