„Trotskíismi“: Munur á milli breytinga

48 bætum bætt við ,  fyrir 15 árum
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Trotsky Profile.jpg|thumb|Leon Trotsky]]
'''Trotskíismi''' er pólitísk og fræðileg stefna sem er kennd við [[Leon Trotsky]] og þykir einkenna stjórnmálastarf hans og ritstörf. Nafngiftin er komin frá andstæðingum Trotskys og er oftast notuð af þeim í neikvæðri merkingu, þótt jákvæð eða hlutlaus merking sé algeng líka. Trotsky og fylgismenn hans kölluðu/kalla stefnu sína oftast [[Marxismi|marxisma]] eða [[Lenínismi|lenínisma]], eða þá einfaldlega [[Sósíalismi|sósíalisma]] eða [[Kommúnismi|kommúnisma]]. Það sem einkennir trotskíisma er m.a. sterk [[alþjóðahyggja]], kenningin um [[Stöðug bylting|stöðuga byltingu]] og hörð gagnrýni á þau fræði og stjórnmál sem einkenndu [[Jósef Stalín]], og eftirmenn hans -- hvort sem litið er á [[Nikíta Khrústséff]] eða [[Maó Zedong]]. Líkt og með [[Stalínismi|stalínisma]], eru menn ekki á eitt sáttir um hvað er rétt og rangt eða hvað þessi orð þýða nákvæmlega.
 
2.494

breytingar