„Pródíkos“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
+link
hafði kenningu um? hvað er átt við? setti hann fram kenningu eða? og er þetta öll kenningin?
Lína 1:
'''Pródíkos frá Keos''' ([[forngríska]]: Πρόδικος, fæddur [[465 f.Kr.|465]] eða [[450 f.Kr.]]) var [[Grikkland hið forna|forngrískur]] [[heimspekingur]] og [[fræðari]], þekktur sem „undanfari [[Sókrates]]ar“. Hann var enn á lífi árið [[399 f.Kr.]]
 
Pródíkos kom til [[Aþena|Aþenu]] í sendinefdnsendinefnd frá [[Keos]] og varð þekktur sem mælskumaður og kennari. Líkt og [[Prótagóras]] hélt hann því fram að hann undirbyggi nemendur sína fyrir þátttöku í opinberu lífi og kenndi þeim að vera [[dygð]]ugir. Prótagóras lagði þó einkum áherslu á [[mælskufræði]] en Pródíkos á [[siðfræði]] og [[málfræði]]. Pródíkos taldi mikilvægt að vera nákvæmur í orðavali og gerir Platon góðlátlegt grín að Pródíkosi af þeim sökum, m.a. í samræðunni ''[[Prótagóras (Platon)|Prótagórasi]]''
 
Pródíkos hafði kenningu um uppruna trúarbragða. Hann hélt að fyrst dýrkuðu menn náttúruöfl, einkum þau sem gögnuðust fólki, og persónugerðu þau. Þá hafi menn tekið að dýrka aðra menn sem gerðu samfélagi sínu gott.