„Björn Halldórsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
== Björn og gapastokkurinn ==
Sagt er að séra Björn hafi verið bæði siðavandur og refsingasamur og setti sóknarbörn sín stundum í [[gapastokk]]. Vinnumaður var þar í sókninni er Guðbrandur hét, fremur fávís. Var það eitt sinn er hann bar húsbónda sinn af skipi, er þeir komu úr fiskróðri, að hann sagði þá er hann setti hann af sér, því að honum þótti byrðin þung: ''„Mikil bölvuð þyngsli eru á líkamanum á þér, Jón“!'' Þá er bóndi kom til kirkju næsta sunnudag á eftir, sagði hann prófasti frá þessu, en honum þóttu ummælin svo óhæfileg, að hann lét setja Guðbrand í gapastokk um messuna fyrir þetta.
 
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=435885&pageSelected=1&lang=0 ''Ævitíminn eyðist''; ljóð eftir séra Björn; birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1992]