„Bein ræða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bein ræða''' ([[þýska]]: ''direkte Rede'', [[latína]]: ''oratio recta'') er það nefnt í skrifuðum [[Texti|texta]], þegar t.d. persóna í sögu tekur til máls og haft er orðrétt eftir henni, eða þegar vitnað er orðrétt í viðmælanda í viðtölum án útskýringa höfundar. Oft er bein ræða höfð innan [[gæsalappir|gæsalappa]] í texta, en það er þó ekki einhlýtt. Andstæða beinnar ræðu er [[óbein ræða]].
 
[[Freysteinn Gunnarsson]] lýsir beinni ræðu í bók sinni: „Ágrip af setningafræði og greinarmerkjafræði“. Og segir þar: ''Algengt er í ræðu og riti að taka upp það, sem annar hefur sagt, hugsað eða skrifað. Þau orð sem öðrum eru þannig lögð í munn, kallast bein ræða.'' Og svo segir hann: ''Setja skal tilvitunarmerki á undan og eftir beinni ræðu og öðrum orðréttum tilvitnunum''.