„Sassanídar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Breytt frá því að vera stubbur uppí 3 bls grein
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Hreingera}}'''Sassanítar''' eða '''Sassaníska ættveldið''' er nafn yfir þriðju Íransku konungsættina eða aðra Persnesku konungsættina. Þessi ætt stjórnaði Persneska konungsveldinu í 425 ár, frá 226 – 651 og er það tímabil í sögu Persíu kallað annað Persneska konungsveldið. Nafnið Sassanítar og Persar er notað jöfnum höndum. Þeir eru nefndir svo vegna forföður ættarinnar sem hét Sassan og var valdamikill klerkur í Persíu. Stjórn Sassníta hófst þegar Ardashir, sem hafði haslað sér völl innan Persíu, sigraði Artabanus IV af Parþnesku ættinni og endaði þar með stjórn þeirra yfir Íran. Veldi Sassanída endaði árið 651 með innrás íslamskra araba. Ardashir tók sér titilinn shahanshah eða kóng kónganna og gerðu allir eftirmenn hans hið sama. Kóngur kónganna réð yfir fjölda annarra kónga sem hver um sig réð hluta konungdæmisins. Kóngar kónganna voru alls 30 á þessum 425 árum. Sassanídar voru að því leyti öðruvísi en fyrri persneskar stjórnir að þeir hættu að nota grísku eða latínu og tóku upp persnesku sem embættismál og komu upp sterku miðstýrðu embættiskerfi
 
Menning