„Bárujárn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
== Saga bárujárns hér á landi ==
Fyrsta bárujárnið fluttist hingað til lands einhvern tímann á árunum [[1870]]-[[1880]]. <ref>[http://www.timarit.is/?issueID=419180&pageSelected=7&lang=0 Greinarhluti í Lesbók Morgunblaðsins]</ref>Það var [[Slimmons-verslun]]in sem flutti það inn, og í upphafi var það bæði þykkt og þungt og plöturnar um 3 metrar á lengd. Voru þá mikil vandkvæði á því að sníða það eins og þurfti. Fyrsta hús sem það var sett á, var hús [[Geir Zoëga (útgerðarmaður)|Geirs Zoëga]] kaupmanns og útgerðarmanns við [[Vesturgata|Vesturgötu]] í [[Reykjavík]] ([[Sjóbúð]]). Menn þóttust hafa himin höndum tekið þegar bárujárnið var komið, og breiddist það út um allt land á fáum árum. Kostir þess voru augljósir, en „gallirnir“ komu síðar í ljós. Ekki var laust við að það vefðist fyrir mönnum, hvernig skyldi negla það á þökin. Þannig var um hús á [[Sauðarkrókur|Sauðarkróki]] [[1894]]. Þar var neglt í lágbárurnar á járninu svo að þakið var hriplekt, þangað til plötunum var snúið við og þær festar í hábáru. <ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=418159&pageSelected=15&lang=0 Klausa í Lesbók Morgunblaðsins]</ref> Í upphafi reyndu jafnvel sumir að tyrfa yfir bárujárnsþök til hlýinda. <ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=315620&pageSelected=2&lang=0 Grein í Þjóðólfi]</ref>
 
 
== Heimildir ==