„Njáll Þorgeirsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
=== Fjölskylda ===
Njáll ól upp börn sín sjö. Auk þess voru tveir drengir, þeir Höskuldur Þráinsson Sigfússonar, síðar Hvítanesgoði og Þórhallur Ásgrímsson Elliða-Grímssonar, ungir teknir í fóstur hjá Njáli. Uppeldi Njáls hefur vissulega gert mönnunum gott, þó betra fyrir fóstursyni hans en hans eigin syni. [[Njálssynir|Synir Njáls]] urðu allir vaskir menn og miklir af rammleik sem var eiginleiki sem Njáll sjálfur var ekki gæddur. Njáli tókst ekki að ala upp í Skarphéðni sína eiginleika eins og skynsemi og varkækni né að ausa miklu úr viskubrunni sínum yfir hann. Njáll virðist þó oftast hafa tangarhald á sínum sonum sínum og þeir hlýða honum í flestu. Heilræði Njáls eru þó alltaf tiltaks fyrir syni hans þegar á þarf að halda.
 
[[Skarphéðinn Njálsson|Skarphéðinn]] er ólíkur Njáli þar eð Skarphéðinn, elsti sonur hans, er líkamlega sterkur og vill láta vopnin tala, annað en Njáll. Þetta hefur þau áhrif á Njál að hann hefur ekki miklar mætur á honum og giftir Skarphéðin konu til þess eins að stækka landareign Bergþórshvols og binda hann við búið í framtíðinni. Hins vegar lætur hann vel að [[Helgi Njálsson|Helga]]. Helgi er forspár líkt og faðir hans og giftist hann Þórhöllu Ásgrímsdóttur Elliða-Grímssonar og er það til marks um það að Njáll vilji auka mannvirðingu Helga enda [[Ásgrímur Elliða-Grímsson|Ásgrímur Elliða-Grímsson]] kominn af Birni bunu en sagt er að hann sé forfaðir flestra stórmenna sem á Íslandi gengu til forna. [[Höfundur Njálu|Höfundur Njálu]] hefur auk þess vitað af Sæmundi fróða í Odda sem uppi var á eftir Njáli en hann var afkomandi bróðurdóttur Ásgríms og því ágætt að tengja þessa menn saman. Grímur Njálsson virðist hvorki vera Njáli til ama né mikillar sæmdar, hann giftist Ástríði af Djúpárbakka sem var rík ekkja og mætti hugsa sér að Njáll hafi haft fjárhag [[Bergþórshvoll|Bergþórhvols]] í huga við það val.
Lína 40:
*Kristján Jóhann Jónsson. Lykillinn að Njálu. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1998.
*Einar Ólafur Sveinsson. Á Njálsbúð: Bók um mikið listaverk. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1943.
 
== Tenglar ==
 
[[Flokkur:Persónur Íslendingasagna]]
[[Flokkur:Brennu-Njáls saga]]
 
[[en:Njáll Þorgeirsson]]