„Biblía 21. aldar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Biblía 21. aldar''' er ný heildarþýðingheildar[[þýðing]] [[Biblían|Biblíunnar]] á [[íslenska|íslensku]], sem kom út [[19. október]] [[2007]]. JPV útgáfa gaf hana út fyrir hönd [[Hið íslenska Biblíufélag|Hins íslenska biblíufélags]].
 
Undirbúningur útgáfunnar hófst árið [[1986]], þegar Hið íslenska biblíufélag fékk þá dr. Sigurð Örn Steingrímsson og dr. Þóri Kr. Þórðarson til að gera tilraunaþýðingu á [[Jónasarbók]] og [[Rutarbók]], og var dr. [[Guðrún Kvaran]] fengin til að vinna með þeim sem [[málfarsráðunautur]]. Verkinu lauk vorið [[1988]].
 
Haustið [[1990]] var gerður samstarsfssamningur milli ''Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands'' og Hins íslenska biblíufélags um að þýða að nýju Gamla testamentið, og komu á næstu árum út 9 kynningarhefti með þýðingu á öllum ritum þess. Aðalþýðandi var dr. Sigurður Örn Steingrímsson, en einnig komu að verkinu Jón Gunnarsson lektor, séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, Þórir Kr. Þórðarson prófessor og Gunnlaugur A. Jónsson prófessor. Skipuð var nefnd til að fara yfir textana fyrir hönd Biblíufélagsins. Í nefndinni voru upphaflega Þórir Kr. Þórðarson (formaður), Árni Bergur Sigurbjörnsson, séra Gunnar Kristjánsson, Gunnlaugur A. Jónsson og Guðrún Kvaran, sem var fulltrúi [[Íslensk málnefnd|Íslenskrar málnefndar]]. Síðar dró Þórir Kr. Þórðarson sig út úr nefndinni; varð Guðrún Kvaran þá formaður og einnig kom séra Sigurður Pálsson inn í nefndinahana.
 
Í Biblíunni 2007 er birt þýðing á [[Apókrýf rit|Apókrýfum bókum]] [[Gamla testamentið|Gamla testamentisins]], sem ekki höfðu verið í íslenskum biblíuútgáfum frá 1859. Var þar notuð þýðing Árna Bergs Sigurbjörnssonar frá [[1994]], nokkuð endurskoðuð.
 
Haustið [[2001]] var ákveðið að endurskoða og endurþýða texta Nýja testamentisins frá [[1981]], og voru í þýðingarnefnd kosinvoru þau kosin Jón Sveinbjörnsson (aðalþýðandi), Árni Bergur Sigurbjörnsson og Guðrún Kvaran. Árið [[2003]] kom Einar Sigurbjörnsson í nefndina í veikindum Árna Bergs. Ákveðið var að líta einkum til þeirra rita sem ekki höfðu verið þýdd 1981.
 
Þýtt var eftirúr frummálunum, en einnig stuðst við eldri biblíuþýðingar íslenskar og nýlegar erlendar þýðingar Biblíunnar. Nefndunum var gert að þýða textann á vandað og aðgengilegt nútímamál, en hafa samt hliðsjón af íslenskri hefð í biblíumáli. Í fyrsta sinn var reynt að koma á málfari beggja kynja. Þannig er oftast sett systkin í stað bræður, ef verið er að ávarpa blandaðan hóp, en þess er þó getið neðanmáls hvað stendur í frumtexta.
 
Í Biblíunni 2007 er einnig ítarefni: nokkur kort, stutt greinargerð framan við öll rit Biblíunnar, skrá um mikilvæga ritningarstaði, yfirlit um tímatal og orðaskýringar.
 
Fyrsta prentun Biblíunnar 2007 er í tvenns konar broti. Stærra brotið er íhægt tvenns konar bandi,í svörtu rexinbandi[[rexinband]]i ogeða rauðu flauelsbandi. Minna brotið erfæst í þrenns konar bandi, svörtu, rauðu ogeða hvítu bandi.
 
== Heimild ==