„Álfar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
Álfar í íslenskri [[þjóðtrú]] eru um margt sérstakir og er orðið notað um sérstakan flokk [[huldufólk|huldufólks]]. Íslenskir álfar búa jafnan í klettum eða steinum og iðka búskap sinn líkt og mennirnir en kjósa að vera látnir í friði. Í íslenskum [[Þjóðsögur|þjóðsögum]] er mikið til af lýsingum af samskiptum álfa og manna. Háskalegt er þar jafnan að styggja álfa, t.d. með því að raska bústað þeirra eða slá svokallaða [[álagablettur|álagabletti]]. En sé þeim gerður greiði eru ríkuleg laun vís, til dæmis er í mörgum þjóðsögum greint frá gæfu þeirra sem aðstoðað hafa álfkonu í barnsnauð.
 
Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með okkur mönnunumm, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum koma annað slagið auga á þetta dula samferðafólk okkar.
 
Hugmyndir af þessum toga voru áður fyrr útbreiddar um allan heim, en verurnar gengu undir mörgum nöfnum og þeim var lýst á ólíkan hátt. Um gervalla Norður-Evrópu gengu sagnir sem drógu upp áþekka mynd af þeim, í mannsmynd eða því sem næst, með búskap og skepnur, bústað í landslaginu, og þær þóttu fjölkunnugri og andheitari en gengur og gerist meðal manna. [http://www.icelandicwonders.is Álfar á Icelandic Wonders]
 
{{Wiktionary|álfur}}