„Frádráttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thvj (spjall | framlög)
mismunur
Thvj (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Frádráttur''' er [[aðgerð (stærðfræði)|reikniaðgerð]] í [[stærðfræði]] þar sem seinni liðurinn er ''dreginn frá'' liðinum á undan en nafnið er komið frá því. Hann er skilgreindur með merki sem kallast mínus, táknað með bandstriki –, og er staðsett á milli liðanna þar sem framkvæma á aðgerðina. Þessi stærðfræðiaðgerð er eitt af því fyrsta sem börn læra í [[skóli|grunnskóla]] en hún er mikilvægur grunnur að stærðfræðilegri þekkingu.
 
Allar tölur eru gerðar úr ákveðnum fjölda af einingum (t.d. í [[rauntala|rauntölukerfinu]] er talan 1 notuð sem eining) og þegar einhver tala er dregin frá annarri, þá eru jafn margar einingar teknar í burtu frá fyrri tölunni og eru í þeirri seinni. Ef tekið er dæmi um að draga töluna 2 frá tölunni 7, þá eru teknar 2 einingar frá tölunni 7 og séð hve margar einingar eru eftir. Hægt er að reikna þetta í huganum og taka 2 einingar frá 7 með því að taka eina einingu í einu frá 7 tvisvar sinnum og fá þannig út 5. Það er erfiðara að reikna þetta í huganum ef unnið er með stærri tölur en hægt er að stytta sér leið með því að taka 5, 10, 50, 100 eða fleiri þægilegri tölur í einu. Það fer síðan eftir æfingunni hve stórar tölur hægt er að taka með þessari aðferð en þegar tölurnar eru of flóknar eða of stórar, þá er hægt að nota [[reiknivél]] eða skrifa útreikninginn á [[pappír]].