„Jón skalli Eiríksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jón skalli Eiríksson''' var biskup á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] [[1358]] – [[1390]], eða í 32 ár. Hann var fyrsti [[biskup]] á [[Ísland]]i með páfaveitingu, sjá [[páfabiskupar]].
 
Jón skalli var Norðmaður eins og fyrirrennari hans. Hann hefur líklega verið fæddur á árabilinu 1310–1320. Ekki er vitað um ætt hans eða uppruna, en hann virðist hafa verið af áhrifamönnum kominn, því að. Gottskálk Einarsson, bróðir hans, var forfaðir Hólabiskupanna [[Gottskálk Keniksson | Gottskálks Kenikssonar]], [[Ólafur Rögnvaldsson|Ólafs Rögnvaldssonar]] og [[Gottskálk grimmi Nikulásson|Gottskálks Nikulássonar]].
 
Jón skalli hlaut biskupsvígslu til [[Grænland]]s árið 1343, en fór aldrei þangað. Um 1356 fór hann til [[Avignon]] til þess að fá páfaleyfi fyrir biskupsembætti á Hólum, og hlaut viðhlítandi skilríki með fulltingi Ólafs erkibiskups í [[Niðarós]]i. Hlaut hann síðan staðfestingu erkibiskups, og var því lýst í kór [[Niðarósdómkirkja | Niðarósdómkirkju]]. Hann kom út til Íslands árið 1358 og tók við Hólastað. Varð hann brátt fyrir andstöðu ýmissa presta, og 1361 afsögðu prestar í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu hlýðni við hann og báru því við að hann hefði ekki bréf upp á embætti sitt. Jón biskup [[bannfæring|bannfærði]] þessa presta, en þeir sungu messur sem áður. Jón biskup fór utan 1362, sat í Niðarósi um veturinn og kom aftur heim til Hóla sumarið 1363. Andstæðingar Jóns biskups héldu áfram þverúð sinni, þó að þeir hefðu misst foringja sinn, Þorstein Hallsson á [[Hrafnagil]]i. Jón Skalli fór þá til Rómar 1369 og kom aftur sumarið 1370 með staðfestingu Úrbanusar 5. páfa á embættinu. Tóku prestar norðanlands hann þá í sátt.