„Orkuveita Reykjavíkur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Vesteinn (spjall | framlög)
Lína 8:
==Saga==
Orkuveita Reykjavíkur var stofnuð [[1. janúar]] [[1999]], með sameiningu [[Rafmagnsveita Reykjavíkur|Rafmagnsveitu Reykjavíkur]] og [[Hitaveita Reykjavíkur|Hitaveitu Reykjavíkur]]. Rafmagnsveita Reykjavíkur var stofnuð árið [[1921]], en Hitaveita Reykjavíkur varð að sjálfstæðu fyrirtæki árið [[1946]]. Árið 2000 sameinaðist [[Vatnsveita Reykjavíkur]] Orkuveitunni, en vatnsveitan tók til starfa [[16. júní]] [[1909]]. [[Guðmundur Þóroddsson]], fyrrverandi vatnsveitustjóri, var ráðinn fyrsti forstjóri Orkuveitunnar.
 
Þann [[1. maí]] [[2000]] tók Orkuveitan við rekstri Hitaveitu [[Þorlákshöfn|Þorlákshafnar]]. Um áramótin 2001-2002 sameinuðust veiturnar á Akranesi[[Akranes]]i og hitaveiturnar í [[Borgarbyggð]] og [[Borgarfjarðarsveit]] Orkuveitu Reykjavíkur. Þá bættist hitaveitan á [[Bifröst]] við fyrirtækið. Jafnframt var Orkuveitunni breytt úr borgarfyrirtæki í sameignarfyrirtæki og voru eigendurnir Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, [[Hafnarfjörður]], [[Garðabær]], Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit. Garðabær seldi sinn hlut í fyrirtækinu í árslok 2002.
 
Á árinu 2004 sameinuðust Austurveita, Hitaveita [[Hveragerði]]s og Ölfusveita Orkuveitunni. Í byrjun ársins 2006 sameinuðust fráveitur Reykjavíkur, Akraness, Borgarbyggðar og Borgarfjarðarsveitar Orkuveitu Reykjavíkur.