„Norðurheimskautið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Pollonos (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Pollonos (spjall | framlög)
Lína 13:
Fyrsti [[leiðangur]] á pólinn er almennt viðurkennt að verið hafi för Roberts Edwin [[Robert Peary|Peary]], en með honum voru í för Matthew Henson og 4 inúítar, þeir Ootah, Seegloo, Egingway og Ooqueah, en þeir komust nálægt pólnum þann [[6. apríl]] [[1909]]. [[Sagnfræði]]ngar telja að Peary hafi í raun talið sig vera á pólnum, en nákvæm greining á gögnum Pearys, sem gerð var [[1996]] bendir til þess að hann hafi átt um 40 kílómetra ófarna þegar hann taldi sig kominn alla leið. Samkvæmt því hefur hann komist norður á 89°50'N svona um það bil.
 
Fyrsta óumdeilda för manna yfir norðurpólinn var [[flug]] könnuðarins Roalds [[Roald Amundsen|Amundsen]] og Lincolns Ellsworth í loftfarinu Norge, en hönnuður þess og flugstjóri var [[Ítalía|Ítalinn]] Umberto Nobile. Þeir flugu frá [[Svalbarði|Svalbarða]] til [[Alaska]] árið [[1926]].
 
Þann 3. maí [[1952]] lentu þeir Joseph O. Fletcher, William P. Benedict og Albert P. Crary í fyrsta sinn flugvél á norðurpólnum. Tveir þeir fyrrnefndu voru bandarískir herflugmenn, en sá síðastnefndi vísindamaður.
 
Bandaríski [[kjarnorka|kjarnorku]][[kafbátur]]inn [[USS Nautilus]] (SSN-571) sigldi undir norðurskautið þann [[31. ágúst]] [[1958]] og þann [[17. mars]] [[1959]] kom [[Bandaríkin|bandaríski]] [[kjarnorkukafbátur]]inn [[USS Skate]] (SSN-578) úr kafi upp í gegnum [[íshella|íshelluna]] á norðurskautinu.