„Nýrýni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haukurth (spjall | framlög)
Skrifaði grein
 
Haukurth (spjall | framlög)
Orð sem þjónuðu engum tilgangi
Lína 3:
Forvígismenn nýrýni náðu mestum árangri í greiningu á [[lýrík]] enda voru þeir margir ljóðskáld sjálfir. Með því að beita „nákvæmum lestri“ (e. ''close reading'') á texta hugðust þeir finna mynstur innan hans, til dæmis með því að skoða [[myndhverfing]]ar og [[tákn]] en einnig [[þversögn|þversagnir]] og margræði.
 
Árið 1919 birti bresk-bandaríska ljóðskáldið [[T. S. Eliot]] greinina „Hefðin og hæfileiki einstaklingsins“<ref>Greinina má finna á íslensku í ''Sporum í bókmenntafræði 20. aldar''.</ref> sem var áhrifamikil og eins konaráhrifamikill undanfari nýrýninnar. Eins og fylgjendur nýrýni seinna lagði Eliot höfuðáherslu á fagurfræðilegt inntak texta en skeytti minna um hugmyndafræðilegt inntak hans. Kenningar hans gengu þó ekki jafnlangt og nýrýnin í að úthýsa höfundinum úr bókmenntagreiningunni.
 
Nýrýni hlaut nafn af grein eftir John Crowe Ransom, „The New Criticism“, sem birtist 1941. Af öðrum forvígismönnum hennar má nefna William Empson, Robert Penn Warren, John Crowe Ransom og Cleanth Brooks. Blómaskeið nýrýni er um miðja 20. öldina en hún fór ekki að hafa veruleg áhrif á Norðurlöndum fyrr en á sjötta og sjöunda áratugnum. Bók [[Njörður P. Njarðvík|Njarðar P. Njarðvík]], ''Eðlisþættir skáldsögunnar'', sem kom út 1975, er að nokkru leyti í anda nýrýni.