„Voynich-handritið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Spm (spjall | framlög)
m Nýja kenningin
Spm (spjall | framlög)
Lína 106:
 
=== Antonio Averlino ===
Árið 2006 lagði [[Nicholas Pelling]] til í bók sinni, ''The Curse of the Voynich'', að hugsanlegur höfundur handritsins væri [[Antonio Averlino]], arkitekt frá [[Flórens]] sem starfaði í hirð erkihertogans í [[Mílan]], [[Fransesco Sforza]]. Röksemdafærslan er sú að Averlino skrifaði fjölmargar bækur fyrir Sforza og í þeim vísaði hann gjarnan á önnur rit sem hann kvaðst hafa skrifað en hafa aldrei fundist. Þau rit voru sögð innihalda teikningar og lýsingar á uppfinningum Averlinos. Þá telur Pelling að blómateikningarnar séu dulkóðaðar myndir af gangverki véla, og þar sé meðal annars að finna teikningu af mjög einföldum sprengihreyfli.
 
Þessi kenning er af mörgum talin afar góð, enda rökstudd með mjög ítarlegri greinargerð og ótrúlega mörgum tilvísunum. En þó er afkóðunartilraunin sem er sett fram í bókinni álitin frekar vafasöm -- hún byggir lítið á þekktum staðreyndum og styðst mest við hugmyndir sem birtust Bandaríska úrsmiðinum Steve Eckwall í sýn.