„Blöðruselur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Masae (spjall | framlög)
m tengill
Lína 19:
 
== Einkenni ==
Blöðruselur álíka stór og [[útselur]]. Fullvaxnir [[Brimill|brimlar]] eru 2,5 til 3 metrar á lengd og eru 300 til 400 kg á þyngd, fullvaxnar [[Urta|urtur]] eru minni, 2 til 2,4 metrar á lengd og vega 160 til 230 kg. Feldurinn er grár á lit með dekkri óreglulegum flekkjum en höfuðið er mjög dökkt.
 
Það sem einkum einkennir selinn og gefur honum nafn er að húðin á höfði brimlana, frá nösum og upp á koll, er skinnpoki sem þeir geta blásið upp eins og blöðru. Blaðran tvöfaldar höfuðstærðina þegar hún er uppblásin. Annars hangir hún eins og hetta fram yfir snjáldrið (enda er blöðruselur nefndur hettuselur á mörgum málum). Brimlarnir fá þessa blöðru um 4 ára aldur. Þeir geta einnig fyllt skinnblöðruna til hálfs og lokað annarri nösinni og blásið út rauðri himnu með hinni og stendur þá rauð blaðra framan úr þeim. Blöðruselir eru mun árásargjarnari en aðrir selir og brimlarnir blása upp blöðrurnar þegar þeir þurfa að verja sig og þegar þeir keppa við aðra brimla á fengitímanum.