„Árni Þór Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Árni_Þór_Sigurðsson.jpg|thumb|Árni Þór Sigurðsson]]
 
'''Árni Þór Sigurðsson''' (f. [[1960]] í [[Reykjavík]]) er [[Ísland|íslenskur]] [[stjórnmál]]amaður og [[alþingismaður]]. Hann ólst upp í Reykjavík. Árni lauk cand.mag. prófi í [[hagfræði]] og [[málvísindi|málvísindum]] frá Oslóarháskóla og stundaði framhaldsnám í háskólunum í Stokkhólmi og Moskvu. Hann starfaði að námi loknu við fjölmiðla, m.a. við Ríkisútvarpið og Þjóðviljann en síðan um árabil við kjara- og félagsmál hjá Kennarasambandi Íslands.
 
Árni Þór hefur langa reynslu af sveitarstjórnarmálum sem borgarfulltrúi í Reykjavík og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga og var forseti borgarstjórnar Reykjavíkur á síðasta kjörtímabili. Hann hefur stýrt mikilvægum málaflokkum á vettvangi borgarstjórnar, s.s. leikskólamálum, skipulagsmálum og umhverfismálum. Þá hefur hann víðtæka reynslu af alþjóðasamstarfi á sviði sveitarstjórnarmála.