„Halldór Ásgrímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JabbiAWB (spjall | framlög)
titltekt (AWB)
Mhstebbi~iswiki (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Halldor Asgrimsson 3Hallio125811.jpg|thumb|right|Halldór Ásgrímsson]]
 
'''Halldór Ásgrímsson''' (f. [[8. september]] [[1947]] á [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]) er fyrrverandi [[Forsætisráðherrar á Íslandi|forsætisráðherra]] [[Ísland]]s og fyrrverandi formaður [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]]. Hann sat á [[Alþingi]] Íslendinga, [[1974]]-[[1978|78]] og síðan [[1979]]-[[2006]]. Halldór lét af þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst [[2006]], eftir 31 árs setu á þingi, en hann var starfsaldursforseti þingsins er hann lét af þingmennslu. Halldór gegndi ráðherraembætti nær samfellt í tvo áratugi, rúm 19 ár, og hefur aðeins [[Bjarni Benediktsson]] gegnt lengur ráðherraembætti í stjórnmálasögu landsins. Halldór var [[sjávarútvegsráðherra]] [[1983]] – [[1991]], [[dómsmálaráðherra|dóms-]] og [[kirkjumálaráðherra]] [[1988]] – [[1989]], ráðherra [[Norðurlöndin|norrænnar]] samvinnu [[1985]] – [[1987]], [[utanríkisráðherra]] [[1995]] – [[2004]] og [[forsætisráðherra]] [[2004]] – [[2006]]. Halldór sat á þingi fyrir [[Austurland]]skjördæmi, fyrst [[1974]] - [[1978]] og síðar [[1979]] - [[2003]], og loks fyrir Reykjavík norður [[2003]] - [[2006]].