„Húnar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
 
==Húnar==
Þeir voru upprunalega hirðingjar frá miðhluta asíuAsíu. Þeir komu frá rússnesku steppunum og héldu inní Austur-Evrópu 400-410 e.kr. Fréttir um landvinninga Húnanna breiddust útum [[Evrópa | Evrópu]] eins og eldur í sinu og urðu til þess að margir germanskir ættbálkar sáu sig tilneydda til að hörfa inní Vestrómverska ríkið sem stóð þá á brauðfótum.
Hvað var svona hryllilegt við Húnana?
 
Lína 11:
Evrópubúar, sem höfðu vanist skipulögðum bardögum tveggja stórra fylkinga með fótgöngulið sem kjarna, vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Húnarnir birtust skyndilega, létu örvum rigna yfir þá og hurfu síðan jafnskjótt og þeir komu. Sumir vildu jafnvel meina að Húnarnir væru kentárar!
 
Eftir að hafa farið ránshendi kringum [[Konstantínópel]] og Austurhlutaausturhluta Evrópu komu þeir sér fyrir á sléttum [[Ungverjaland | Ungverjalands]]. Þaðan gátu þeir skipulagt frekari herferðir á leifar Vestrómverska ríkisins.
 
Árið 434 komst til valda meðal Húnanna maður nokkur að nafni Atli. Þessi maður er þekktur sem einn mesti hershöfðingi og harðstjóri mannkynssögunnar. Hann vissi hversu auðveld bráð Rómverjar voru og árið 447 hélt hann inná Balkanskagann, rændi og ruplaði borgir Býsans og fór ekki fyrr en að Keisarinn hafði lofað honum reglulegum skatti.