„Gregoríus 8.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Orrij (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|250px|right|Gregoríus VIII páfi '''Gregoríus VIII''' var fæddur í kringum árið 1100 í Benevento á Ítalíu og dó [[17. des...
 
Orrij (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Gregoríus VIII var vel menntaður [[aðalsmaður]] sem varð [[munkur]] mjög ungur. Sumar heimildir segja að hann hafi verið af reglu [[Sisteranreglan|Sisterana]] en aðrar að hann hafi fylgt [[benediktusarreglan|benediktusarreglunni]]. Þegar hann var [[kardínáli]] var hann sendur til [[England|Englands]] til að rannsaka hið umdeilda morð á [[Thomas Becket|Thomasi Becket]]. Árið [[1172]] sótti hann [[kirkjuþing|kirkjuþingið]] í [[Avranches]] sem sendimaður páfa. Þingið veitti [[Hinrik II|Hinriki II]] konungi Englands [[syndaaflausn]] vegna morðsins á Becket. Honum var einnig veittur sá heiður að [[krýning|krýna]] [[Alfonso II]] konung [[portúgal|Portúgals]] í nafni páfa.
 
Gregoríus VIII var vígður páfi í stað [[Úrban III|Úrbans III]] [[25. október]] [[1187]]. Fyrsta verk hans sem páfa var að gefa út [[páfatilskipun|páfatilskipunina]] [[Audita tremendi]] en í henni hvatti hann til [[Þriðja krossferðin|Þriðju krossferðarinnar]]. [[Jerúsalem]] var þá nýfallin í hendur [[SaladinSaladín|SaladinsSaladíns]]. Gregoríus VIII lifði ekki nógu lengi til að sjá [[krossferðir|krossferðina]] verða að veruleika því hann dó úr hita í desember.
 
Gregoríus var þekktur fyrir rólegt skap og örlæti og sóttist eftir að friða stríðandi aðila. Hann reyndi t.d. að koma á sættum milli [[Barbarossa]] og kirkjunnar. Hann reyndi einnig að koma á friði milli hafnarbæjanna [[Písa]] og [[Genóa]] en dó þegar hann dvaldi í Písa. Hann var grafinn í [[dómkirkja|dómkirkjunni]] í Písa.