„Blöðruselur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Masae (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 23:
 
Það sem einkum einkennir selinn og gefur honum nafn er að húðin á höfði brimlana, frá nösum og upp á koll, er skinnpoki sem þeir geta blásið upp eins og blöðru. Blaðran tvöfaldar höfuðstærðina þegar hún er uppblásin. Annars hangir hún eins og hetta fram yfir snjáldrið (enda er blöðruselur nefndur hettuselur á mörgum málum). Brimlarnir fá þessa blöðru um 4 ára aldur. Þeir geta einnig fyllt skinnblöðruna til hálfs og lokað annarri nösinni og blásið út rauðri himnu með hinni og stendur þá rauð blaðra framan úr þeim. Blöðruselir eru mun árásargjarnari en aðrir selir og brimlarnir blása upp blöðrurnar þegar þeir þurfa að verja sig og þegar þeir keppa við aðra brimla á fengitímanum.
 
 
== Útbreiðsla ==
Lína 35 ⟶ 34:
 
Áætlaður fjöldi dýra er samanlagt um 650 000, þar af 250 000 í Jan Mayen-stofninum og 400 000 við strendur Kanada og Grænlands. Blöðruselir fara mjög víða og hafa fundist allt vestur við [[Alaska]] og suður við [[Kanaríeyjar|Kanaríeyja]].
 
 
== Æti og lifnaðarhættir ==