„Don“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Jóna Þórunn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
Hnattstaða árósanna: {{coor dmHnit|47|10|N|39|20|E|}}
'''Don''' er [[Á (landform)|stórfljót]] í sunnanverðu [[Rússland]]i, 1930 [[Kílómetri|kílómetra]] langt. Það kemur upp [[milliáttir|suðaustur]] af Tula og rennur fyrst til suðausturs en svo til suðvesturs og tæmist í [[Asóvshaf]]. Frá beygjunni á fljótinu er styst á milli Don og [[Volga|Volgu]] og er þar [[skipaskurður]], sem tengir þessi tvö stórfljót saman, 105 kílómetra langur. Stærsta borg við ána er [[Rostov-na-Donu]] og er aðal[[hafnarborg]]in. Fljótið rennur um frjósamar lendur þar sem ræktað er[[ korn]] og [[timbur]], einnig eru þar grafin [[kol]] úr jörðu. Hægt er að sigla [[hafskip]]um til Rostov og [[fljótaprammi|fljótaprömmum]] nálægt 1400 kílómetra upp eftir ánni, sem er því mikilvæg [[flutningaleið]]. Til forna hét áin ''Tanaís'' og er til dæmis rætt um hana undir því nafni í [[Ynglinga saga|Ynglinga sögu]] í [[Heimskringla|Heimskringlu]]. Áin hefur verið verslunarleið síðan á dögum [[Skíþar|Skíþa]].
 
== Tengill ==
* [http://www.answers.com/topic/don-river Don]<br>
Hnattstaða árósanna: {{coor dm|47|10|N|39|20|E|}}
 
[[Flokkur:Ár í Rússlandi]]