„Seinni heimsstyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
== Aðdragandi ==
[[Mynd:Adolf_Hitler_sitting.jpg|thumb|right|125px|[[Adolf Hitler]].]]
Þær skýringar sem helst eru gefnar á upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar eru aukin [[þjóðernishyggja]], [[herframleiðsla]] og óleystar landamæradeilur. Fasískar hreyfingar komust til valda á Ítalíu, [[Spánn|Spáni]], [[Portúgal]] og Þýskalandi í þeim efnahagslega óstöðugleika og [[kreppa|kreppu]] sem einkenndi 3ja og 4ða áratuginn. Í Þýskalandi spilaði [[Versalasamningurinn]] stórt hlutverk, sérstaklega [[grein 231]] (svokölluð sektarklausa) og það þrátt fyrir að samningnum væri ekki fylgt stíft eftir vegna hræðslu um annað stríð. Bretar og Frakkar reyndu að gera allt sem þeir gátu til að styggja ekki stjórnvöld í þýskalandiÞýskalandi, þar sem [[Adolf Hitler]] og [[Nasistaflokkur þýskalandsÞýskalands|Nasistaflokkur]] hans hafði komist til valda árið [[1933]]. Sú hræðsla er þvert á móti talin hafa átt þátt í því að Nasistaflokkurinn varð jafn valdamikill og raunin varð. Samningur Sovétríkjanna við Þýskaland, [[Molotov-Ribbentrop samkomulagið]], tryggði Þjóðverjum að Sovétmenn réðust ekki á þá ef þeir tækju Pólland.
 
Á 4ða áratugnum var Japan stjórnað af hernaðarklíku sem hafði það að markmiði að gera landið að heimsveldi. Árið [[1937]] réðist Japan inn í Kína til að auka við magrar náttúruauðlindir sínar. Bandaríkjamenn og Bretar brugðust við með því að veita Kínverjum lán og setja efnahagsþvinganir á Japani sem hefðu á endanum neytt landið til að draga sig úr Kína vegna skorts á eldsneyti. Japanir brugðust við með því að ráðast á [[Perluhöfn]] og draga Bandaríkjamenn þannig inn í stríðið. Markmið Japana með árásinni var að sigra Austur-Indíur og tryggja sér þannig olíu.
Lína 16:
== Stríðið brýst út í Evrópu: 1939 ==
=== Hernaðarbandalög og friðþæging ===
Helsta stefna þjóðverjaÞjóðverja fyrir stríðið var „[[Lebensraum]]“, lífsrými, stefna sem fólst í því að skapa þjóðverjumÞjóðverjum nýtt rými á kostnað Austur-Evrópubúa. Til þess að réttlæta þessa kröfu um aukið land í austri, kom Þýskaland á framfæri áhyggjum sínum meðferð á Þjóðverjum sem bjuggu í Austur-Evrópu og voru þessar kröfur háværastar í tengslum við [[Pólland]] og [[Tékkóslóvakía|Tékkóslavakíu]].
 
Ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands reyndu að stilla til friðar fyrir stríðið til að reyna að koma í veg fyrir að nýtt stríð brytist út í Evrópu, enda efuðust báðar ríkisstjórnir um að landsmenn sínir væru tilbúnir í nýtt stríð eftir hið herfilega mannfall í fyrri heimsstyrjöldinni. Þessi friðþæging sást einna best á [[Munchen-samkomulagið|Munchen-samkomulaginu]] sem gert var við Þjóðverja og gerði þeim það kleift að hernema og innlima svæði Tékkóslóvakíu þar sem þýskumælandi voru í meirihluta. Forsætisráðherra Breta, Chamberlain, lét falla fræg orð eftir undirritun samkomulagsins um að hann hefði tryggt “frið um vora daga”. Í mars 1939 réðust Þjóðverjar svo inn í restina af Tékkóslóvakíu og hernumdu það. Innan við ári eftir að Munchen-samkomulagið var undirritað höfðu bæði Bretar og Frakkar lýst yfir stríði á hendur Þjóðverjum.