„Njarðvík“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Njarðvík''' er bær við samnefnda [[vík]] á norðanverðum [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] austan megin við [[Miðnes]]ið, og heyrir undir sveitarfélagið [[Reykjanesbær|Reykjanesbæ]]. Bærinn skiptist í tvo þéttbýliskjarna í ''Innri-Njarðvík'' (austan megin við víkina) og ''Ytri-Njarðvík'' (norðan megin við víkina) og er því oft talað um ''Njarðvíkur'' í fleirtölu. Njarðvíkurnar voru tvær bæjarþyrpingar eða [[hverfi]] svipað og aðrir staðir á [[Suðurnes]]jum þar til [[vélbátur|vélbátaútgerð]] hófst eftir aldamótin [[1900]]. Á milli þessara bæjaþyrpinga voru leirur, [[Fitjar]], þar sem nú er þjónustu- og verslunarkjarni. Að auki hefur mikið nýtt byggingaland verið tekið í notkun vestur frá Innri-Njarðvík frá því á [[19801981-1990|9. áratugnum]] svo stefnir í að verði samfelld byggð umhverfis víkina.
 
Upphaflega voru Njarðvíkurbæirnir í [[Rosmhvalaneshreppur|Rosmhvalaneshreppi]], en voru færðir undir [[Vatnsleysustrandarhreppur|Vatnsleysustrandarhrepp]] hinn [[24. apríl]] [[1596]]. Árið [[1889]] var stofnaður sérstakur [[hreppur]], ''Njarðvíkurhreppur'', enda hafði byggð þá aukist mikið í landi Njarðvíkur.