„Heyrnarleysi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
YurikBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: no:Døvhet Breyti: hu:Siketség
Koettur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Heyrnarleysi''' er það að geta ekki [[Heyrn|heyrt]]. Skylt hugtak er [[Heyrnarskerðing]] þar sem geta að einhverju leyti heyrt, en ekki illa þó.
'''Heyrnarleysi''' og [[heyrnarskerðing]] getur orðið vegna þess að hljóð berst illa að innra [[wikt:is:eyra|eyra]]. Ef [[sjúkdómur]] veldur skemmdum í innra eyra eða [[heyrnartaug]] kallast það [[skyntaugatap]]. En heyrnarskerðing getur einnig stafað af [[leiðslutap|leiðslutapi]], en þá berst hljóð treglega að ytra eyra, hljóðhimnu eða miðeyra. Oft er hægt að „lækna“ heyrnarskerðingu vegna leiðslutaps, en sjaldan er hún möguleg ef orsök er skyntaugatap.
 
Heyrnarleysi og heyrnarskerðing er skilgreind út frá mælingum sem segja til um hversu illa viðkomandi heyrir. Einstaklingur er greindur heyrnarskertur ef heyrn hans er á bilinu 41 – 85 [[wikt:is:desibel|desibel]]. Slík skerðing hefur í för með sér að einstaklingurinn á erfitt með að skilja [[wikt:is:talmál|talmál]], en getur nýtt sér [[heyrnartæki]]. Heyrnarlaus einstaklingur heyrir nánast ekki neitt. Heyrn hans er á bilinu 85 –100 desibel. Hann getur ekki skilið talað mál, þó svo hann noti heyrnartæki. Hann þarf því að nota [[wikt:is:táknmál|táknmál]] í samskiptum sínum.
 
Heyrnarleysi fellur undir 2. grein laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 og njóti þeirra réttinda og verða að gegna þeim skyldum sem lög þau kveða á um.
Til er önnur skilgreining á heyrnarleysi, en þar getur einstaklingurinn í raun ákveðið hvort að hann skilgreini sig heyrnarlausan eða ekki. Ef hann velur að skilgreina sig heyrnarlausan notar hann táknmál sem fyrsta mál, en heyrnarskertir nota fremur raddmál. Í fyrrnefnda hópnum geta verið einstaklingar sem heyra mjög illa, en gætu notað raddmál og í þeim síðarnefnda alveg heyrnarlausir.
 
Samkvæmt 2. grein laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 er skilgreining á hugtakinu [[wikt:is:fötlun|fötlun]] svona: ,,Sá á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sem er andlega eða líkamlega fatlaður og þarfnast sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Samkvæmt þessu tilheyra heyrnarlausir og heyrnarskertir þessum hóp.
 
Heyrnarlausir eru fæstir tilbúnir að samþykkja þessa skilgreiningu. Sú hugmynd að þeir tilheyri fyrst og fremst [[málminnihlutahópur|málminnihlutahópi]] nýtur vaxandi fylgis í vestræna heiminum. Þessi hópur á sér sameiginlega [[menning|menningu]], en í því er fólgið að þeir hafa sameiginleg gildi, mat og hegðunarreglur.
 
Sú hugmynd að heyrnarlausir séu ekki fatlaðir heldur tilheyri fyrst og fremst [[málminnihlutahópur|málminnihlutahópi]] nýtur vaxandi fylgis í vestræna heiminum.
Menning berst aðallega á milli kynslóða með töluðu máli enda þótt við tökum hana líka inn með öðrum [[skilningarvit|skilningarvitum]]. Einhver hluti ríkjandi menningar síast inn til heyrnarlausra en menningin færist einkum á milli þeirra með táknmálinu sem er annarrar gerðar en raddmál.
 
Samofið hugtakinu menning er hugtakið [[wikt:is:samfélag|samfélag]]. Samfélag heyrnarlausra hefur vaxið upp af tengslum milli manna með sameiginlega reynslu sem felst ekki eingöngu í því að búa í hljóðum heimi, heldur talar það fólk táknmál og á sína sögu, menningu og listir. Einstaklingarnir í þessum hópi eru þó að sjálfsögðu ólíkir eins og í öllum öðrum hópum.
 
Tvennt aðskilur heyrnarlausa sem málminnihlutahóp frá öðrum málminnihlutahópum. Annars vegar fá heyrnarlausir aðgang að máli sínu og menningu á mismunandi aldri, en það fer eftir því hvenær heyrnarleysið uppgötvast og hversu fljótt einstaklingurinn fer að læra táknmálið. Hins vegar tilheyra heyrnarlaus börn heyrandi foreldra öðrum menningarheimi en foreldrarnir.
 
== Heimildir ==