„Fetlar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Fetlar''' er eyja á [[Hjaltlandseyjar|Hjaltlandseyjum]] og heyrir undir [[Skotland]]. Hún tilheyrir þeim hluta eyjanna sem eru kallaðar [[Norðureyjar, Hjaltlandseyjum|Norðureyjar]] og er að [[flatarmál|flatarmáli]] sú þriðja stærsta, eða um 41 ferkílómetri. Íbúar eru um 60 talsins og búa flestir í smáþorpinu Hubie á suðurströndinni.
 
Í Hubie er ''[http://www.fetlar.com/index.htm Fetlar Interpretive Centre]'', sem er safn um sögu eyjarinnar. Árið 2000 fékk safnið verðlaun fyrir sýningu helgaða minningu [[Sir William Watson Cheyne]] ([[1852]]-[[1932]]), læknis sem var brautryðjandi í kviðarholsaðgerðum og í sóttvörnum við uppskurði, auk þess að gera viðamiklar rannsóknir á virkni [[túberkúlín|túberkúlíns]], fyrstur breskra lækna. Watson var aðlaður ([[barónet]]) árið [[1908]], var heiðurslandstjóri („lord lieutenant“) Bretakonungs á [[Orkneyjar|Orkneyjum]] og [[Hjaltlandseyjar|Hjaltlandseyjum]] frá [[1919]]-[[1930]] og eyddi ellinni á Fetlar.