„Robert Peary“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stonepstan (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
m →‎Leiðangrar: aðgreini New York using AWB
 
Lína 5:
Peary fór í marga leiðangra um [[norðurslóðir]], fór m.a. um [[Grænland]] á [[hundasleði|hundasleða]] í a.m.k. 5 ferðum milli [[1886]] og [[1900]]. Ólíkt mörgum landkönnuðum kynnti Peary sér vel hagi og aðferðir [[Inuítar|Inuíta]], byggði [[snjóhús]] og notaði hefðbundinn skinnfatnað þeirra. Notfærði hann sér einnig Inúíta í leiðöngrum sínum við veiðar og sleðastjórn. Í einni ferðinni kom kona hans, Josephine Diebitsch, einnig með. Ól hún fyrsta barn þeirra á Grænlandi árið [[1893]]. Það var stúlkubarn og hlaut nafnið Marie [[Ahnighito]]. Yngri bróðir hennar var Robert. Peary eignaðist a.m.k. tvo syni auk þeirra, enda átti hann grænlenska hjákonu.
 
Peary gerði allnokkrar tilraunir til að ná norðurpólnum á árunum [[1898]]-[[1905]]. Síðasta tilraun hans hófst árið [[1908]] í [[New York-borg|New York]] á skipinu Roosevelt sem [[Robert Bartlett]] stýrði. Lögðu leiðangursmenn úr höfn [[6. júlí]] og höfðu vetrarsetu á [[Ellismere eyja|Ellesmere-eyju]]. Þaðan hélt Peary ásamt föruneyti þann [[1. mars]] [[1909]] áleiðis á pólinn. Í síðasta áfanga ferðarinnar var Peary með 5 menn með sér og skv. dagbókum þeirra náðu þeir pólnum [[7. apríl]].
 
== Fyrstur á norðurpólinn? ==