„Egils saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Thorsteinn1996 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Thorsteinn1996 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 9:
 
Ef trúa má þeirri frásögn að hann hafi sjö ára að aldri orðið andstæðing sínum í knattleik að bana er ekki ósennilegt að hann eigi Íslandsmet sem yngsti manndrápari Íslandssögunnar og er á hann minnst í þessu tilliti í Íslandsmetabók.
 
== Höfundur Egils sögu ==
Segja má að höfundaleysi sé eitt höfuðeinkenna Íslendingasagna, fræðimönnum til þónokkurrar armæðu, og þar er Egils saga ekki undanskilin. Lengi hafa fræðimenn þó talið, að [[Snorri Sturluson]] hafi verið höfundur sögunnar. Fyrstur manna til þess að bendla Snorra við Egils sögu var danski bókmenntafræðingurinn [[Svend Grundtvig]] og kastaði hann þeirri hugmynd fram í byrjun 19. aldar. Árið 1904 birti [[Björn M. Ólsen]] ritgerð um höfund Egils sögu í Aarböger og taldi hann sterkar líkur á því að Snorri hafi með réttu verið höfundur sögunnar. Þá taldi [[Sigurður Nordal]] prófessor og fyrrum sendiherra, að Egils saga hafi verið rituð af Snorra einhvern tímann á árunum 1220-1235 á meðan hann dvaldi í Reykholti, ólíkt skoðun Bjarnar M. Ólsen sem taldi að Snorri hafi skrifað söguna á meðan hafði bú að [[Borg á Mýrum]] fyrir árið 1206.
 
== Eitt og annað ==