„Torkil Abraham Hoppe“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Hann var einnig sendur til [[Færeyjar|Færeyja]] og [[Grænland]]s til upplýsingaöflunar. Í framhaldi af því varð hann ritari nefndar sem skipuð var 1834 til að gera tillögur um breytingar á verslunarlöggjöf Íslands og 1835 var hann skipaður í nefnd sem átti að kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að gefa Grænlandsverslun frjálsa. Hann varð kammerjúnkari 1827 og kammerherra 1841.
 
Þann [[21. apríl]] [[1841]] var Hoppe skipaður stiftamtmaður á Íslandi og jafnframt amtmaður í [[Suðuramt]]i. Hann fékk misjafnar umsagnir á Íslandi og þótti eftirbátur [[Carl Emil Bardenfleth|Bardenfleths]] fyrirrennara síns. [[Bjarni Thorsteinsson]] segir um hann í [[ævisaga|ævisögu]] sinni að hann sé „enginn gáfumaður eða röksemdarmaður í embætti, en ekki vantar það, að hann hefir góðan vilja.“ Árið [[1847]] fékk hann lausn frá störfum að eigin ósk og var á biðlaunum næsta ár en var svo skipaður amtmaður í [[Sórey]]jaramti. Því embætti gegndi hann til dauðadags 1871.
 
Fyrri kona hans (gift 1839) var Juliane Vilhelmine Nielsine Christence Benzon en hún dó 1855. Hann giftist aftur 1860 Christine Caroline Platou. Einn sona Hoppe og fyrri konu hans, Johan Christopher Hoppe, sem fæddur var í [[Reykjavík]] 1841, varð skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu og síðar amtmaður í [[Randers]]amti.
Óskráður notandi