„JHVH“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjarga 1 heimildum og merki 1 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
m tvöföldun á 'er'
Lína 1:
[[Mynd:YHWH.svg|thumb|210 px|Hebresku stafirnir (lesnir frá hægri til vinstri י (J) ה (H) ו (V) ה (H), eða JHVH]]
'''JHVH''' ([[hebreska]] יהוה) er nafn [[Guð]]s eins og það er skráð á hebresku í frumtextum [[Biblían|Biblíunnar]]. Í [[guðfræði]] er er þessi hebreska bókstafasamsetning (יהוה) nefnd ''tetragrammaton'' (úr grísku τετραγράμματον, sett saman úr tetra, fjórir, og gramma, stafur) „''fjórstefuninn''" og er þá umskrifun fyrir Guð vegna þess að nafn hans er of heilagt eða hættulegt að nefna<ref>http://www.etymonline.com/index.php?search=tetragrammaton</ref>. Á íslensku er JHVH oftast umskrifað sem Jahve eða Jehóva (einnig Jahveh og Jehóvah).
 
Í hebreska letrinu eru sérhljóðarnir ekki skrifaðir og trúaðir [[gyðingar]] hafa aldrei borið fram nafnið JHVH upphátt vegna heilagleika þess og er því erfitt að vita hver framburðurinn hefur verið, enda verið mikið umdeilt meðal fræðimanna og leikmanna. Þegar gyðingar lesa úr [[Hebreska biblían|Hebresku biblíunni]] bæta þeir samhljóðum við יהוה svo úr verður „Adonai“ (= „Drottinn minn“)<ref>[http://www.jewishanswers.org/ask-the-rabbi-category/the-basics-of-judaism/?p=93 JewishAnswers.org]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>. Í ''Sjötíumannaþýðingunni'' (elstu [[Gríska|grísku]] þýðingu Gamla testamentisins) og ''Vúlgötunni'' ([[Latína|latneskri]] þýðingu [[Hýerónýmus]]ar) er orðið „drottinn“ (κύριος annars vegar og ''dominus'' hins vegar) notað.