Munur á milli breytinga „Balkanskagabandalagið“

Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8
(Bætir við 1 bók til að sannreyna (20210316)) #IABot (v2.0.8) (GreenC bot)
(Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8)
 
[[Image:Balkans at 1913.jpg|thumb|right|250px|Landamæri Balkanríkjanna fyrir og eftir Balkanstríðin.]]
'''Balkanskagabandalagið''' var herbandalag sem sett var á fót árið [[1912]] með sáttmálum milli Balkanríkjanna [[Grikkland|Grikklands]], [[Búlgaría|Búlgaríu]], [[Serbía|Serbíu]] og [[Svartfjallaland|Svartfjallalands]] og beindist gegn [[Tyrkjaveldi]]<ref name="OnWar-first">{{cite web|url=http://www.onwar.com/aced/data/bravo/balkan1912.htm|title=Wars of the World; First Balkan War 1912-1913|date=December 16, 2000|publisher=OnWar.com|accessdate=2009-08-14}}</ref>, sem réð á þeim tíma enn yfir stórum svæðum á [[Balkanskagi|Balkanskaga]]. Ófremdarástand hafði ríkt á Balkanskaga frá byrjun 20. aldarinnar vegna margra ára stríðsástands í [[Makedónía|Makedóníu]], [[Ungtyrkjabyltingin|Ungtyrkjabyltingarinnar]] í Tyrklandi og umdeildrar innlimunar [[Bosnía og Hersegóvína|Bosníu og Hersegóvínu]] í [[Austurríki-Ungverjaland]]. Stríð Tyrkja við Ítali árið 1911 hafði einnig veikt stöðu Tyrkjaveldis og hleypt eldi í æðar Balkanríkjanna. Að áeggjan [[Rússaveldi|Rússa]] lögðu Serbía og Búlgaría deilumál sín til hliðar og gengu þann 13. mars árið 1912 í bandalag sem upphaflega átti að beinast gegn Austurríki-Ungverjalandi<ref name= "Crampton62">Crampton (1987) {{cite book | last =Crampton | first =Richard | title =A short history of modern Bulgaria | url =https://archive.org/details/shorthistoryofmo00cram | publisher = Cambridge University Press | year =1987 | page =[https://archive.org/details/shorthistoryofmo00cram/page/62 62] }}</ref> en beindist í reynd gegn Tyrkjaveldi eftir að leynilegum viðauka var bætt við samninginn.<ref name="Balkan Crises">{{cite web|url=http://cnparm.home.texas.net/Wars/BalkanCrises/BalkanCrises02.htm|title=Balkan Crises|date=August 14, 2009|publisher=cnparm.home.texas.net/Wars/BalkanCrises|accessdate=2009-08-14|archive-date=2003-11-06|archive-url=https://web.archive.org/web/20031106225158/http://cnparm.home.texas.net/Wars/BalkanCrises/BalkanCrises02.htm|dead-url=yes}}</ref> Serbía skrifaði svo undir bandalagssamning við Svartfjallaland og Búlgaría við Grikkland. Balkanskagabandalagið vann bug á Tyrkjum í [[Balkanstríðin|fyrra Balkanstríðinu]] sem hófst í október 1912 og tókst að hafa af Tyrkjaveldi nánast öll evrópsk landsvæði þess. Eftir sigurinn kom hins vegar upp ágreiningur milli bandamannanna um skipti landvinninganna, sérstaklega Makedóníu, og leystist bandalagið í raun upp í kjölfarið. Litlu síðar réðst Búlgaría á fyrrum bandamenn sína og byrjaði [[Balkanstríðin|síðara Balkanstríðið]].
 
== Bakgrunnur ==