„Berlínarmúrinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Sjálfvirk uppfærsla rofinna hlekkja á Tímarit.is (ath: blaðsíða getur verið röng)
Ekkert breytingarágrip
Lína 14:
 
Í austurhlutanum þar sem Sovétmenn stjórnuðu var mönnum ljóst að eitthvað varð að gera til að sporna við fólksflóttanum. Enginn hafði búist við því sem gerðist. Sunnudaginn 13. ágúst 1961 slokknuðu ljósin við [[Brandenborgarhliðið]]. Hermenn og landamæraverðir hófu í skjóli skriðdreka og vopnaðra hermanna að fjarlægja malbik og reisa varnargirðingu úr vírneti. Víðsvegar á borgarmörkunum blasti hið sama við: Vopnaðir landamæraverðir, skriðdrekar, vírnet og steinsteypustólpar. Bygging Berlínarmúrsins var hafin. Að endingu var múrinn orðinn svo rammgerður að enginn komst í gegn eða yfir hann. Á milli sjálfs múrsins og vírnetsgirðingarinnar var svonefnt “dauðasvæði”. Stjórnarmenn í austurhlutanum nefndu múrinn varnargarð gegn fastistaöflunum. Við múrinn voru hundruð manna skotin sem reyndu að komast yfir hann og alls létu meira en þúsund manns lífið á flóttanum frá Austur-Berlín til Vestur-Berlínar.
 
== Eftirlitsstöðvar við múrinn ==
Áður en múrinn var byggður gátu íbúar [[Berlín]]<nowiki/>ar ferðast frjálst á milli borgarhluta. Íbúar fóru á milli til þess að versla, vinna, sinna tómstundum og til þess að hitta vini og fjölskyldu. Eftir að Berlínarmúrinn var reistur var aðeins hægt að fara á milli Austur- og Vestur Berlínar með því að fara í gegnum eina af þremur eftirlitsstöðvum: [[Helmstedt]] (Eftirlitsstöð Alpha) [[Dreilinded]] (Eftirlitsstöð Bravo) og [[Friedrichstrasse]] (Eftirlitsstöð Charlie). Seinna var 9 eftirlitsstöðvum bætt við, en þær voru allar minni. <ref>{{Vefheimild|url=https://www.history.com/topics/cold-war/berlin-wall|titill=Berlin Wall|höfundur=History.com Editors|útgefandi=History.com|mánuður=9. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=mars|árskoðað=2021}}</ref>
 
== Checkpoint-Charlie ==
[[Mynd:Berlin-Checkpoint Charlie-Richtung Westen.jpg|thumb|Checkpoint-Charlie]]
[[Checkpoint Charlie]] var stærsta og frægasta eftirlitsstöð Berlínarmúrsins. Þann [[27. október]] [[1961]] stóð yfir 16 klukkustunda pattstaða á milli [[Bandaríkin|bandarískra]] og [[Sovétríkin|sovéskra]] skriðdreka við eftirlitstöðina. Skriðdrekarnir stóðu sitt hvoru megin við landamæri Austur- og Vestur-Berlínar og var þetta talin vera ein alvarlegasta deila [[Kalda stríðið|Kalda stríðsins]], fram að [[Kúbudeilan|Kúbudeilunni]]. Að lokum kölluðu stórveldin skriðdreka sína til baka, þar til þeir voru allir farnir. <ref>{{Cite web|url=http://www.theguardian.com/world/2011/oct/24/berlin-crisis-standoff-checkpoint-charlie|title=Berlin crisis: the standoff at Checkpoint Charlie|last=Colitt|first=Leslie|date=2011-10-24|website=the Guardian|language=en|access-date=2021-04-29}}</ref>
 
== Flóttaleiðir ==
Fólk notaði ótrúlegustu leiðir til þess að sleppa frá [[Austur Berlín|Austur-Berlín]] og komast til Vesturs. Sá fyrsti sem náði að flýja var 19 ára gamall landamæravörður frá Austur-Berlín, en hann stökk yfir meters háan gaddavírstálma aðeins tveimur dögum eftir að byrjað var að reisa múrinn.
[[Mynd:The Berlin Wall 1961 - 1989 HU99520.jpg|thumb|Maður flýr frá Austur Berlín]]
Ýmis farartæki voru notuð; loftbelgir, skriðdrekar, loftfimleikalínur, vírkláfar, loftdýnur og lestir voru meðal þess sem fólk notaði til þess að flýja [[Austur-Þýskaland|Austur Þýskaland]]. Stærsta undankoman í sögu Berlínarmúrsins var hinsvegar þegar tvenn göng sem 12 eldri borgarar eyddu 16 dögum í að grafa voru fullgerð. Göngin voru 32 metrar á lengd og það voru 57 sem gátu komist til [[Vestur Berlín|Vestur Berlínar]] í gegnum þau. Göngin voru nefnd „[[Göng 57]]“ af yfirvöldum, en eru líka stundum kölluð „[[Eldri borgara göngin]]“. <ref>{{Vefheimild|url=https://theculturetrip.com/europe/germany/berlin/articles/11-great-creative-escapes-across-the-berlin-wall/|titill=11 great creative escapes across the Berlin Wall|höfundur=Dundon, Alice|mánuður=14. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=apríl|árskoðað=2021}}</ref>
 
==Fall Berlínarmúrsins==