„Kjarnorkuslysið í Tsjernobyl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Setti inn heimild
Bætti við grein, setti inn heimildir
Lína 10:
 
=== Atburðarásin ===
[[Mynd:Chernobyl Reactor 4 model inside.jpg|thumb|Eftirlíking af rafali 4 úr Chernobyl]]
Þann 26. apríl 1986 fór fram æfing í kjarnorkuverinu til að athuga hvort kælikerfi þess virkaði sem skyldi. Innan nokkra sekúndna fór þrýstingur í rafal 4 úr böndunum, gufan sem myndaðist sprengdi þakið af kjarnaofninum og geislavirk efni sluppu út. Nokkrum sekúndum síðar kom líka upp eldur í rafal 3. Sjálfvirk öryggiskerfi kjarnorkuversins fóru ekki í gang því það hafði verið slökkt á þeim vegna æfingarinnar. Nokkrum mínútum eftir að eldurinn braust út komu slökkviliðsmenn á vettvang og fóru að berjast við eldinn, en þeir voru án hlífðarfatnaðar. Margir þeirra létust skömmu síðar vegna geislunar því þeir höfðu ekki verið í hlífðarfatnaði sem verndaði þá fyrir geislun. <ref>{{Vefheimild|url=https://www.history.com/topics/1980s/chernobyl|titill=Chernobyl|höfundur=History.com|útgefandi=A&E Television Networks|mánuður=apríl|ár=2018|mánuðurskoðað=apríl|árskoðað=2021}}</ref>
 
Að minnsta kosti 28 manns létu lífið og meira en 100 særðust í kjarnorkuslysinu sjálfu. Fyrstu dagana eftir sprenginguna dreifðist mikið af geislavirku efni til bæði norðurs og vesturs frá kjarnorkuverinu. Það var ákveðið að rýma þau landsvæði sem verst urðu úti og 187 bæir og þorp í [[Úkraína|Úkraínu]], [[Hvíta-Rússland|Hvíta-Rússlandi]] og [[Rússland|Rússlandi]] voru rýmd, alls um 116 þúsund íbúar. Á meðal þeirra bæja sem rýmdir voru var bærinn [[Pripyat]] þar sem bjuggu um 50 þúsund manns. Svæðið sem rýmt var er á stærð við [[Reykjanesskagi|Reykjanesskagann]] eða um 10 þúsund ferkílómetrar. <ref>{{Cite web|url=http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3650|title=Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?|website=Vísindavefurinn|language=is|access-date=2021-04-13}}</ref>
Sovétmenn reyndu að halda slysinu leyndu og það var ekki fyrir en geislun fór að greinast í Vestur-Evrópu að umheiminn fór að gruna að eitthvað hafði farið úrskeiðis. Geislavirkni greindist um alla Evrópu nema á Íberíuskaga. Þeir fyrstu sem urður varir við geislavirknina voru starfsmenn Forsmark kjarnorkuversins, sem er 1.100 kílómetra frá Chernobyl, þegar þeir urðu varir við geislavirkar agnir á fötum sínum.
 
Sovétmenn reyndu að halda slysinu leyndu og það var ekki fyrir en geislun fór að greinast í [[Vestur-Evrópa|Vestur-Evrópu]] að umheiminn fór að gruna að eitthvað hafði farið úrskeiðis. Geislavirkni greindist um alla [[Evrópa|Evrópu]] nema á [[Íberíuskagi|Íberíuskaga]]. Þeir fyrstu sem urður varir við geislavirknina voru starfsmenn Forsmark kjarnorkuversins, sem er 1.100 kílómetra frá Chernobyl, þegar þeir urðu varir við geislavirkar agnir á fötum sínum.
 
=== Áhrif slyssins til lengri tíma ===
Vísindamenn hafa áætlað að um 4.000 manns hafi orðið fyrir það mikilli geislun að það olli krabbameini og þar fyrir utan hafi um 5.000 manns orðið fyrir minni geislun en þó það mikli að þeir eru líklegri að fá krabbamein en ella. <ref>{{Cite web|url=https://www.nationalgeographic.com/culture/article/chernobyl-disaster|title=Chernobyl disaster facts and information|date=2019-05-17|website=Culture|language=en|access-date=2021-04-13}}</ref>
 
Slysið hefur haft langvarandi áhrif á heilsu íbúa svæðisins í kringum Chernobyl kjarnorkuverið. Geislun getur valdið krabbameini og fjölgaði krabbameinssjúklingum verulega á árunum eftir slysið. Fimm árum eftir slysið fjölgaði tilfellum krabbameins hjá börnum meira en 90%. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur áætlað að um það bil 5 þúsund dauðsföll af völdum krabbameins megi rekja til Chernobyl slyssins, en þessi niðurstaða er umdeild. Árið 2005 fengu 19 þúsund fjölskyldur lífeyri frá úkraínskum stjórnvöldum því fyrirvinna þeirra var látin vegna ástæðna sem rekja má til slyssins. Enn þann dag í dag fæðast börn með erfðagalla á þessu svæði. <ref>{{Cite web|url=https://time.com/5255663/chernobyl-disaster-book-anniversary/|title=The True Cost of the Chernobyl Disaster Has Been Greater Than It Seems|website=Time|access-date=2021-04-13}}</ref>
 
Á árunum 1986 - 1987 unnu um 290 þúsund manns að hreinsun og annars konar verkefnum og er talið fullvíst að þau hafi líka orðið fyrir hættulegri geislun á meðan starfinu stóð.
 
=== Áhrif á gróður og dýralíf ===
[[Mynd:Chernobyl radiation warning sign.jpg|thumb|285x285dp|Skógur fyrir utan Chernobyl]]
Skóglendið í kringum Chernobyl varð strax fyrir miklu tjóni vegna geislunnar. Svæðið er þekkt í dag sem „Rauði skógurinn“ því trén sem drápust fengu á sig ryðrauðan blæ. Vísindamenn eru ósammála um hvort mengunin eftir slysið hafi slæm áhrif á dýralíf svæðisins. Sumar rannsóknir benda til þess að Chernobyl sé athvarf fyrir dýralíf vegna þess að svæðið er mannlaust en aðrar rannsóknir sýna fram á alvarlegar afleiðingar fyrir dýralífið. <ref>{{Cite web|url=https://www.nationalgeographic.com/animals/article/060418-chernobyl-wildlife-thirty-year-anniversary-science|title=How Radiation is Affecting Wildlife Thirty Years After the Chernobyl Disaster|date=2016-04-18|website=Animals|language=en|access-date=2021-04-13}}</ref>
 
=== Chernobyl í dag ===
Kjarnorkuofninn sem skemmdist hefur nú verið hulinn steypu og innsiglaður til að koma í veg fyrir að frekari geislun sleppi út. Þrátt fyrir mengun svæðisins, og áhættu sem fylgir því að reka kjarnorkuver með alvarlegum hönnunargöllum, þá hélt Chernbyl kjarnorkuverið áfram rekstri til að mæta orkuþörf Úkraínu til ársins 2000. Ekki er búist við að búið verði að ganga frá svæðinu til framboðar til 2028.
 
Bæirnir [[Pripyat]], Chernobyl og svæðið þar í kring, um 2600 ferkílómetrar, er nú lokað svæði. Aðeins vísinda- og embættismenn mega fara um svæðið. Árið 2011 opnaði Úkraína svæðið fyrir ferðamönnum sem vildu sjá afleiðingarnar hamfaranna, en aðeins í fylgd með leiðsögumönnum. <ref>{{Cite web|url=https://www.livescience.com/39961-chernobyl.html|title=Chernobyl: Facts About the Nuclear Disaster|last=Lallanilla|first=Marc|website=livescience.com|language=en|access-date=2021-04-13}}</ref>
 
=== Tilvísanir ===
[[Flokkur:Kjarnorkuslys]]
[[Flokkur:Saga Úkraínu]]
[[Flokkur:Saga Sovétríkjanna]]
[[Flokkur:1986]]
<references />